Activity

Vífilsfell

Download

Trail photos

Photo ofVífilsfell Photo ofVífilsfell Photo ofVífilsfell

Author

Trail stats

Distance
3.97 mi
Elevation gain
1,699 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
1,699 ft
Max elevation
2,165 ft
TrailRank 
34
Min elevation
225 ft
Trail type
Loop
Time
2 hours 58 minutes
Coordinates
1106
Uploaded
March 21, 2023
Recorded
August 2019
Be the first to clap
Share

near Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Viewed 608 times, downloaded 7 times

Trail photos

Photo ofVífilsfell Photo ofVífilsfell Photo ofVífilsfell

Itinerary description

Eitt af fallegum fellum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er Vífilsfell. Það er sérstaklega áberandi þar sem það rís ofan við sléttuna þar sem flugvöllurinn á Sandskeiði er og Suðurlandsvegurinn liggur með Fóelluvötnin á báða vegu. Vífilsfellið er einnig áhugavert út frá jarðfræðilegu sjónarhorni þar sem það myndaðist í tveimur gosum undir misjafnlega þykkum ísaldarjökli. Gangan á að vera flestum hæf sem eru í sæmilegu formi. Engu að síður þarf að fara varlega á nokkrum stöðum í bröttum skriðum og móbergi. Jafnvel þarf að handstyrkja sig á köflum síðasta spölinn á hæsta hlutanum. Á veturna þarf ísöxi og jöklabrodda á þessari leið. Þess má geta að Vífilsfell var valið bæjarfjall Kópavogs í kosningum árið 2013. Útsýnið af toppnum er stórkostlegt til allra átta.


Hægt er að fara allt árið á Vífilsfell en gætið þess að fara ekki í miklum vindi enda geta sviptivindar orðið erfiðir þarna uppi. Brattinn er þannig í skriðunum að taka þarf með gönguöxi og jöklabrodda á veturna og kunna ísaxarbremsuna til að forða mögulegu slysi. Aðstæður geta verið þannig að keðjubroddar (Esjubroddar) eru ekki fullnægjandi öryggisbúnaður.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 699 ft
Photo ofÞjóðsagan um nafnið Vífilsfell

Þjóðsagan um nafnið Vífilsfell

Vífill var einn af þrælum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns og þess sem hefur verið nefndur fyrsti íbúi Íslands. Ingólfur nam Reykjavík og raunar stóran hluta suðvesturhorns landsins. Hann gaf svo Vífli frelsi og bústað sem nefndur var Vífilsstaðir og tilheyrir nú Garðabæ. Lagsmaður hans Sviði bjó svo á bænum Sviðsholti á Álftanesi og þeir Vífill sóttu sjóinn saman. Sagt var að Vífill hefði gengið upp á Vífilsfellið daglega til að gá til veðurs áður en þeir félagar fóru á sjóinn. Ef hann sá einhver ský á himni af fellinu þá reru þeir ekki þann daginn. Ef honum hins vegar leist þannig á veðurútlitið fóru þeir Sviði í róður. Þaðan mun heiti Vífilsfellsins komið.

PictographRisk Altitude 736 ft
Photo ofUppganga hefst Photo ofUppganga hefst

Uppganga hefst

Framundan er langa bratta brekkan í Vífilsfelli. Ástæða er til þess að ítreka að á veturna getur myndast harðfenni eða klaki í þessari brekku. Við þær aðstæður er ekki víst að keðjubroddar dugi til að halda manneskju. Einu öruggu broddarnir eru svokallaðir fjallabroddar/jöklabroddar. Einnig þarf að vera með gönguöxi (ísöxi) sem nýtist til að framkvæma svokallaða ísaxarbremsu ef viðkomandi byrjar að renna niður brekkuna. Hér hafa orðið nokkur slys þar sem fólk rennur á ógnarhraða niður brekkuna og hefur enga möguleika á að stoppa sig.

PictographWaypoint Altitude 1,619 ft
Photo ofJarðfræði Vífilsfells

Jarðfræði Vífilsfells

Móbergsfell eins og Vífilsfell eru algeng á Íslandi en þau verða til þegar eldgos verður undir vatni, jökli eða sjó svo bólstraberg og aska eða gjóska hleðst upp. Brennandi heit gjóskan myndar leðju sem kallast túff og límist saman og verður að móbergi þegar hún kólnar og harðnar. Móberg er mjög sjaldgæft annars staðar í heiminum en á Íslandi og eitt af því sem gerir jarðfræði Íslands einstaka. Vífilsfell myndaðist í tveimur gosum undir ísaldarjökli. Fyrra gosið komst upp úr ísnum svo að hraun fór að flæða og þess vegna er þessi hluti Vífilsfells svokallaður stapi með bröttum hlíðum og tiltölulega flötum toppi. Nokkrir þekktir móbergsstapar eru hér á landi en nefna má sem dæmi Herðubreið, Hrútfell og Eiríksjökul sem er sá stærsti þeirra. Þessi efsti hluti Stallsins er því toppurinn á Vífilsfelli eftir fyrra gosið og úr basalti sem er mun harðara en móbergið. Seinna gosið í Vífilsfelli hefur orðið þegar ísaldarjökullinn hefur verið töluvert þykkari en í fyrra gosinu. Í það skiptið hefur gosið vestan megin í Vífilsfelli og hlaðist upp móbergshraukur mun hærra upp en Stallurinn, en samt komust gosefnin ekki upp fyrir ísinn og þess vegna er móberg á toppi Vífilsfells.

PictographPanorama Altitude 1,750 ft

Seinna fjallið

Eins og fram kom í molanum um jarðfræði Vífilsfells þá myndaðist það í tveimur gosum á ísöld. Eftir að búið er að ganga yfir sléttuna þá er farið upp móbergshlíðar. Það er seinna fjallið og á því er toppurinn.

PictographSummit Altitude 2,040 ft
Photo ofÚtsýnið

Útsýnið

Útsýnisskífunni var komið upp af Ferðafélagi Íslands árið 1940 og hún sýnir helstu örnefni allan sjóndeildarhringinn. Bláfjallafjallgarðurinn teygir sig í suðurátt frá Vífilsfelli og við syðsta enda hans er skíðasvæðið þar sem 10.–15.000 manns renna sér á fallegum vetrardögum. Þarna á tindinum er fallegt útsýni og stillt sumarkvöldin eru ógleymanleg þegar sólin er að setjast í vestri.

Comments

    You can or this trail