Activity

Selfjall - Sandfell

Download

Trail photos

Photo ofSelfjall - Sandfell

Author

Trail stats

Distance
3.63 mi
Elevation gain
1,053 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
1,053 ft
Max elevation
1,094 ft
TrailRank 
26
Min elevation
461 ft
Trail type
Loop
Coordinates
289
Uploaded
April 14, 2023
Recorded
April 2023
Share

near Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Viewed 1260 times, downloaded 17 times

Trail photos

Photo ofSelfjall - Sandfell

Itinerary description

Selfjall og Sandfell eru skemmtileg fjöll skammt frá Suðurlandsvegi, rétt utan við höfuðborgarsvæðið. Þau eru ekki há og fremur aflíðandi og því auðveld göngu fyrir fólk á öllum aldri. Gengið er eftir hrygg ofan við Waldorfskólann í Lækjarbotnum á Selfjallið og þaðan niður að hraunjaðri Húsfellsbruna og upp á Sandfellið. Til þess að bæta í hækkunina þá er aftur farið á Selfjallið á bakaleiðinni. Leiðin er sérlega falleg á vorin og síðsumars þegar sólarlagsins yfir Faxaflóa nýtur við. Athugið að fín bílastæði eru á hæðinni áður en keyrt er niður að skólanum og er göngufólk vinsamlega beðið um að fara ekki inn á lóð skólans.


Hægt er að fara allt árið á Selfjall og Sandfell en á veturna þarf að taka með keðjubrodda (Esjubrodda) og óþarfi að fara bröttustu leiðina upp á Sandfell, velja frekar aflíðandi leiðir og ganga í krákustígum. Á vorin á meðan frost er í jörðu getur verið drulla þarna eins og annars staðar.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 465 ft

Waldorf skólinn

Waldorfskólinn er í Seldal, skjólsælum bolla neðan við Selfjallið. Þar eru bæði grunn- og leikskóli sem reknir eru eftir hugmyndafræði Rudolfs Steiner. Leikskólinn hóf göngu sína 1990 og ári síðar byrjuðu fjórir nemendur í 1. bekk grunnskólans. Alls koma um hundrað manns daglega í Seldalinn og dvelja þar við leik og störf. Mikið er lagt upp úr nánum tengslum við náttúruna og víða má sjá trjáplöntur sem hafa verið gróðursettar ofan við og í kringum skólann.

Örfiriseyjarsel

Selfjall er, eins og nafnið gefur til kynna, nefnt svo vegna selstöðu jarðarinnar Örfiriseyjar (sennilega kallað Erferseyjarsel hér áður) við rætur fjallsins. Í seljum voru ærnar mjólkaðar og unnar afurðir úr þeim en vatnsuppspretturnar í Lækjarbotnum hafa verið tilvaldar til að nota við afurðaframleiðsluna. Örfirisey hafði takmarkað landrými og þess vegna fékk hún þessa selstöðu. Í Básendaflóðinu 1799 fór jörðin í eyði um nokkra hríð og hefur það líklega markað endalok selsins. Á Selfjalli er áberandi klettaþúst vestan við okkar leið. Hún heitir Klifkista.

PictographWaypoint Altitude 667 ft

Húsfellsbruni

Hraunið sunnan af Selfjalli kallast Húsfellsbruni og er kennt við Húsfell sem er nálægt Helgafelli í Hafnarfirði og í suðurátt frá Selfjalli. Eldstöðin sjálf er staðsett við Stóra-Kóngsfell, skammt frá Bláfjöllum, og því nokkrum kílómetrum austar en Húsfell. Þar eru nokkrir gígar og heitir sá stærsti Eldborg. Þaðan hafa runnið fimm hraun frá því að ísöld lauk en ekkert hefur gosið þar frá landnámi. Bæði Húsfellsbruni og Hólmshraun koma úr þessari eldstöð og sömuleiðis hraunin í Heiðmörk. Hraunið er frekar úfið og ekki greiðfært en fallegt er að horfa yfir hraunbreiðuna af Sandfelli.

PictographWaypoint Altitude 1,065 ft

Sandfell

Sandfellið er handan við Selfjall og þarf að fara niður að Húsfellsbruna áður en farið er upp aftur. Sandfell markar í raun upphaf hásléttunnar í áttina að Bláfjallasvæðinu.

PictographSummit Altitude 778 ft

Toppur Selfjalls

Comments

    You can or this trail