Activity

Stóra - Kóngsfell, Drottning og Eldborg

Download

Trail photos

Photo ofStóra - Kóngsfell, Drottning og Eldborg Photo ofStóra - Kóngsfell, Drottning og Eldborg

Author

Trail stats

Distance
2.99 mi
Elevation gain
915 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
915 ft
Max elevation
1,900 ft
TrailRank 
24
Min elevation
1,316 ft
Trail type
Loop
Coordinates
232
Uploaded
March 22, 2023
Be the first to clap
Share

near Hafnarfjörður, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Viewed 597 times, downloaded 20 times

Trail photos

Photo ofStóra - Kóngsfell, Drottning og Eldborg Photo ofStóra - Kóngsfell, Drottning og Eldborg

Itinerary description

Skammt frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum eru tvö skemmtileg móbergsfjöll. Það eru Stóra-Kóngsfell og Drottning. Á sama svæði er einnig fallega mótaður gígur sem heitir Eldborg. Það er góð ganga að fara upp á alla þessa þrjá toppa og gaman að sjá hrjóstrugt landslagið frá öðru sjónarhorni og hvað þá á öðrum árstíma en yfir háveturinn þegar flestir gera sér ferð upp í Bláfjöll.


Það er lítið mál að fara upp á Eldborg en hlíðin upp á Drottningu er brattari og getur verið erfið ef það myndast harðfenni. Sunnan megin er meira aflíðandi brekka á Drottningu. Farið er yfir hraunið að Stóra-Kóngsfelli og ef snjór er yfir öllu þá þarf að gæta sín á mögulegum hraungjótum eða sprungum og best að ganga um þá hluta hraunsins sem standa upp úr snjónum. Uppgangan á Stóra-Kóngsfell er nokkuð brött og hún verður erfið í harðfenni og/eða klaka. Ítrekað er mikilvægi þess að taka með gönguöxi og fjallabrodda fyrir þessa leið, bratti er of mikill til þess að hægt sé að treysta á keðjubrodda (Esjubrodda).


Það er þægilegt að komast að svæðinu eftir Bláfjallavegi (nr. 407) en það getur verið erfitt að leggja bíl í vegkantinum á miðjum vetri. Þetta eru lág fell og gígur og því geta flestir farið þarna upp þegar aðstæður eru góðar. Það er enginn skýr stígur á Drottningu og enn síður á Stóra-Kóngsfell þannig að fólk verður að huga að aðstæðum og velja skynsamlegustu leiðina. Á veturna gæti þurft ísaxir og jöklabrodda til að komast upp og niður Drottningu og Stóra-Kóngsfell.


Hægt er að fara þessa leið allt árið en fylgist vel með veðurspá í Bláfjöllum á veturna. Ef lyftur eru lokaðar vegna veðurs þá er ekki ráðlegt að fara þessa leið enda geta fjöllin magnað upp vindinn. Brattinn er þannig í skriðunum að taka þarf með gönguöxi og jöklabrodda á veturna og kunna ísaxarbremsuna til að forða mögulegu slysi. Aðstæður geta verið þannig að keðjubroddar (Esjubroddar) eru ekki fullnægjandi öryggisbúnaður. Á sumrin þarf að gæta að sér í skriðum, sérstaklega á leiðinni niður.

Waypoints

PictographPanorama Altitude 1,877 ft

Þríhnúkar

Þríhnúkarnir sjást ágætlega í vesturátt frá Stóra-Kóngsfelli. Þeir eru fornar eldstöðvar og þar hafa orðið tvö gos að minnsta kosti og í síðara gosinu mun austasti hnúkurinn hafa myndast. Þar er gígur sem hefur opnast þegar kvikan hefur á einhvern hátt sigið niður og myndast hefur hellir sem er 120 m að dýpt og kallast Þríhnúkagígur. Um nokkurra ára skeið hafa verið skipulagðar ferðir með fólk niður í gíginn yfir sumarið og njóta ferðirnar töluverðra vinsælda enda einsdæmi að fara svo langt niður í gíg.

PictographWaypoint Altitude 1,310 ft

Bláfjallavegur

Vegurinn að Bláfjöllum var lagður árið 1982. Þá breyttist þessi óaðgengilegi afréttur í útivistarsvæði sem hægt var að komast að nánast allt árið. Allt í einu voru fjöllin, gígar, sprungur og hellar innan seilingar. Segja má að töfraveröld hafi opnast og umferð varð fljótt töluverð um svæðið. Þó má benda á að sveitarfélögin hafi tekið ákveðna áhættu með framkvæmdunum því að meirihluti neysluvatns höfuðborgarsvæðisins kemur af þessu svæði. Mengunarslys myndi hafa áhrif á lífsgæði meirihluta landsmanna.

PictographSummit Altitude 1,895 ft

Stóra - Kóngsfell

Stóra-Kóngsfell er um 602 m yfir sjávarmáli og þaðan er frábært útsýni yfir nágrennið og til strandarinnar við Faxaflóann. Fjallið er yfirleitt þægilegt uppgöngu en getur orðið erfitt á veturna ef fólk hefur ekki góða brodda og ísöxi.

Gaman er að virða fyrir sér hið mikla útsýni til allra átta; yfir að höfuðborgarsvæðinu, vestur að Þríhnúkum, niður á hrauntraðir og yfir að Strompum, auk þess sem Rauðuhnúkar og Vífilsfellið liggja vel við kvöldsól ef svo ber undir.

Annað Kóngsfell er suðvestan við Stóra-Kóngsfellið, sunnan við Grindarskörðin. Það fékk nafn sitt af því að þar hófst smölun þegar smalakóngarnir sendu rekstrarmenn af stað. Þar koma líka saman mörk fjögurra sveitarfélaga; Ölfuss, Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs. Algengur misskilningur er að sveitarfélögin komi saman á Stóra-Kóngsfelli.

PictographSummit Altitude 1,584 ft

Drottning

Uppgangan á Drottningu er ekki erfið og þegar upp er komið blasir við gott útsýni yfir Eldborgina og að Stóra-Kóngsfelli í vestri. Í suðri má sjá skíðalyfturnar og skálana í Bláfjöllum. Drottning mun áður hafa heitið Kóngsfell og Kóngsfellin tvö fengu nafn sitt vegna þess að danski konungurinn átti jarðir á Álftanesi sem áttu upprekstrarrétt á afrétt á þessu svæði sem gjarnan var kennt við konung. Þess vegna voru fellin kölluð Kóngsfell því að þetta voru jú fell kóngsins. Seinna var farið að kalla lægra fellið Drottningu.

PictographWaypoint Altitude 1,467 ft

Hægt að fara meðfram

Ef á að sleppa Drottningu þá er hægt að fara meðfram í hvora átt sem er og koma þar aftur inn á leiðina. Það er skemmtilegra að fara suðurfyrir Drottninguna (í átt að skíðasvæðinu) af því að í bakaleiðinni er farið norðurfyrir.

PictographWaypoint Altitude 1,457 ft

Hrauntröð

Þegar horft er yfir svæðið er vert að hafa í huga að svæðið er ennþá virkt og þar gæti allt eins gosið aftur. Gera má sér í hugarlund hvers kyns rask það yrði fyrir höfuðborgarsvæðið ef þarna hæfist hraungos. Ísland er eldfjallaeyja svo við verðum bara að búa við þennan veruleika.

PictographPhoto Altitude 1,426 ft

Eldborg

Eldborg er eldgígur sem gaus vel fyrir landnám. Eldborgin og nánasta umhverfi var friðlýst árið 1971. Friðlýsta svæðið nær um það bil 200 m frá rótum gígsins í allar áttir nema þar sem Bláfjallavegurinn liggur, þar nær það einungis að veginum. Götuslóði liggur upp gígbarminn og er sjálfsagt að ganga þangað upp að vestanverðu. Gígurinn er reglulega lagaður, um 200 m í þvermál og um 30 m djúpur. Má sjá hvar hraunstraumurinn hefur rofið skarð í gígbarminn á einum stað og þar er hin myndarlegasta hrauntröð. Frá Eldborginni runnu töluverð hraun og sjást merki þess alla leið niður í Heiðmörk og í Hólmshrauni.

Comments

    You can or this trail