Activity

Málverk í Hólavallagarði

Download

Trail photos

Photo ofMálverk í Hólavallagarði Photo ofMálverk í Hólavallagarði Photo ofMálverk í Hólavallagarði

Author

Trail stats

Distance
0.28 mi
Elevation gain
26 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
0 ft
Max elevation
72 ft
TrailRank 
47
Min elevation
45 ft
Trail type
Loop
Moving time
6 minutes
Time
18 minutes
Coordinates
82
Uploaded
November 5, 2022
Recorded
November 2022
Share

near Seltjarnarnes, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Viewed 677 times, downloaded 5 times

Trail photos

Photo ofMálverk í Hólavallagarði Photo ofMálverk í Hólavallagarði Photo ofMálverk í Hólavallagarði

Itinerary description

Þrándur þórarinnson - Málverkasýning


Sýningarskrá skrifuð af Friðrik Sólnes Jónsson:

Í Hólavallagarði
Á nýjustu sýningu Þrándar Þórarinssonar beinir hann sjónum að Hólavallagarði, eða Gamla kirkjugarðinum eins og hann er oftar nefndur, ásamt með nánasta umhverfi garðsins, en með ákveðinni áherslu á það fólk sem grafið er í garðinum. Sérstakan sess skipa þær persónur sem hafa gert tilkall til framhaldslífs á hinn allra ókristilegasta máta, það er að segja gegnum listina. Ég ólst upp nærri garðinum og hann skipar mikilvægan en reyndar nokkuð ruglingslegan sess meðal æskuminninga minna. Ég hef líka fylgst vel með málaraferli Þrándar gegnum tíðina og því varð það úr að mér var treyst til að skrifa nokkur orð um þessa sýningu. Ég ætla að leggja áherslu á tvær bækur sem listamaðurinn sagði mér frá og hann studdist við bæði til innblásturs og við ýmsa heimildavinnu tengda málverkunum. Þessar tvær bækur gætu líka dýpkað skilning sýningargesta jafnt á meginstefjum sýningarinnar sem á einstökum málverkum. Ég ætla hinsvegar að tala minna um mínar eigin minningar úr garðinum og mikilvægi garðsins fyrir mig persónulega, bæði fyrr og nú. Ýmis safarík en slitrótt minningabrot verða því að bíða betri tíma, til dæmis þegar við vorum að þvælast þarna með einhvern hund í eftirdragi og hann horfði stöðugt niður mannlausan stíg og gelti út í hálfrökkrið en þá leist manni ekki alveg á blikuna. Var þetta draugur eða róni? Hvernig þekkti maður þetta tvennt í sundur? Eða gamla konan sem sagði okkur að vera ekki flækjast þarna í kirkjugarðinum og þegar ég svaraði henni með derringi sagði hún mér að það myndi eitthvað illt koma til mín þá um nóttina. Var það ekki einmitt þá nótt sem ég vaknaði við að stór fugl reyndi að troða sér inn um hálfopinn gluggann á herberginu mínu með miklu blaki og bægslagangi? Var það kannski þessa nótt sem ég hætti að vera barn?
Fyrri bókin sem ég vil nefna heitir Fundið og gefið (1988) og er eftir Úlf Friðriksson. Undirtitill bókarinnar, Sundurlausir þankar á leiðum milli leiða í kirkjugarðinum við Suðurgötu, lýsir bókinni býsna vel því á 110 blaðsíðum bókarinnar er ekki notast við neitt sérstakt skipulag, t.d. skiptingu textans í kafla eða hluta. Þetta gerir það að verkum að stundum er eins og maður sé að lesa kafla í langdreginni módernískri skáldsögu, en oftar eru hughrifin þau að maður sé að fá leiðsögn „á leiðum milli leiða“ í garðinum. Frásögnin berst nokkuð fumlaust og eðlilega frá einni gröf til annarrar, svona eins og maður ímyndi sér að einhver rölti um garðinn í rólegheitum og hugsi upphátt. Höfundur er afar fróður um það fólk sem grafið er í garðinum, tengsl þess við stjórnmála- og menningarsögu 19. og 20 aldar, og svo náttúrulega tengsl þess hvert við annað, og er bókin vandlega pipruð með ótal orðtökum, kvæðum og tilvísunum í önnur verk, ýmist sömdum af þessu fólki sem hvílir í garðinum eða um það.
Það einkennilegasta við bókina Fundið og gefið er líklega saga höfundarins. Hann fæddist árið 1912 á Kúrlandi, þar sem nú er austurhluti Lettlands, var af pólsku og þýsku bergi brotinn og hét framanaf Wolf von Seefeld. Hann lærði sögu og fornleifafræði í Riga en flutti frá Lettlandi til Þýskalands þegar Eystrasaltslöndin voru innlimuð í Sovétríkin á árunum 1939-40. Í Þýskalandi lærði Wolf garðyrkju og vann sem garðyrkjumaður allt til ársins 1955 þegar hann flutti til Íslands. Hér á landi vann hann ýmis störf, saltaði til dæmis fisk, og tók svo upp íslenskt nafn, Úlfur Friðriksson, þegar hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt (og sitt fjórða ríkisfang) árið 1965. Árið 1968 hóf hann störf sem garðyrkjumaður hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, og segja má að í því starfi hafi Úlfur náð að sameina iðn sína, garðyrkjuna, við hin áðurnefndu hugðarefni sín, sögu og fornleifafræði. Bókina skrifar Úlfur á lýtalausri íslensku og er þekking Úlfs á íslenskri sögu og menningu ótrúlega yfirgripsmikil, sérstaklega þegar til þess er hugsað að hann var orðinn 43 ára þegar hann settist hér að.
Það er einkum í þremur málverkum sem Þrándur sækir innblástur í bók Úlfs, Fundið og gefið. Hið fyrsta er verkið Suðurgata // Kærleiksstígur en það er undir sterkum áhrifum frá ljóði Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds sem birtist í bókinni:

Suðurgata
„Kærleiksstíg“ þá sól er sest,
sveinar og fljóðin ganga. –
Þar hefur röðull reifað best
rósum meyjar vanga.

Grær þar oft í aftanró
ástarblómið rauða.
En sá vegur endar þó
út við gröf og dauða.
(bls. 40-41)

Ljóð og mynd draga fram kunnugleg stef, samband rómantíkur og dauða, en í ljóðinu má líka með góðum vilja greina þjóðlegra mótíf, en það er hin sérkennilega glettni frammi fyrir dauðanum, hinsta tilraun þess dauðadæmda til að hrifsa stjórn á einhverju brotabroti af tilveru sinni.
Annað verk þar sem Þrándur sækir sér efnivið í bók Úlfs er Hjónaleysin í Melkoti (Brekkukoti), en sú mynd sýnir þau grásleppu- og skötuhjú Magnús Einarsson og Guðrúnu Klængsdóttur, sem urðu fyrirmyndir að afa og ömmu Álfgríms í Brekkukotsannál; þeim Birni í Brekkukoti og konu hans sem aldrei var kölluð annað en amma. Bærinn Melkot stóð skammt fyrir ofan þar sem ráðherrabústaðurinn er nú, og gröf þeirra hjónaefna er nú þarna steinsnar frá, rétt hinum megin við Kærleiksstíginn. Þó má færa rök fyrir því að amman í Brekkukotsannál sé samsuða úr tveimur persónum sem voru Nóbelsskáldinu mikilvægar, annarsvegar áðurnefndri Guðrúnu í Melkoti, sem var ömmusystir Halldórs, og hins vegar Guðnýju Klængsdóttur ömmu hans sem var eins konar frummynd af ýmsum öðrum ömmum sem skipa mikilvægan sess í sögum hans, má þar sérstaklega nefna sem dæmi Hallberu gömlu í Sjálfstæðu fólki.
Fleiri kvenpersónur eru höfundi hugleiknar í Fundið og gefið, og lýsir hann því hve sérstakt honum fannst að sjá í fyrsta sinn orðið „skáldkona“ klappað á legstein Elínar Sigurðardóttur frá Hriflu „sem viðbót við nafn hinnar látnu“ (36). Eitt kvæða Elínar er tileinkað Einari Helgasyni garðyrkjustjóra, sem lést líklega 1935, en eitt málverkanna á sýningunni er unnið undir áhrifum frá kvæðinu, en þar eru í þessar línur: „Gróðrastarf þitt, gróðravinur, vitnar milli fjalls og fjöru“ (Ú.E. bls. 35). Með þessi orð í huga vill Þrándur nú tileinka málverkið núverandi garðyrkjustjóra, en sá heitir Heimir Björn Janusarson.
Síðari bókin sem ég vildi nefna er Minningarmörk í Hólavallagarði eftir Björn Th. Björnson rithöfund og listfræðing en í bókinni safnast saman ógrynni af fróðleik um allt sem tengist garðinum; sögu garðsins, fólkið sem hvílir þar, legsteinana og hinar ýmsu táknmyndir sem notast er við, stílgerðir í byggingu og listum í samhengi við stefnur og strauma í Evrópu á 150 árum, meira að segja bergtegundir legsteina. Höfundur lýsti því sem svo að Hólavallagarður væri „stærsta og elsta minjasafn í Reykjavík“. Of langt mál væri að rekja hvar nákvæmlega Þrándur nýtir sér heimildir úr bókinni, og því er kannski nærtækara að benda á eina af fáum sögulegum og listasögulegum skírskotunum sýningarinnar sem stendur utan við hina nær tæmandi bók Björns Th., en það er listaverk Ragnars Kjartanssonar „Dauðinn og börnin“ en samnefnt málverk Þrándar á þessari sýningu vísar til verksins á áberandi hátt.
Hólavallagarður er í senn grafreitur og kirkjugarður borgarbúa (þó það sé orðið sjaldgæft að nýjar grafir séu teknar í garðinum), en einnig einskonar lystigarður, enda einn gróðursælasti reitur borgarinnar. Trjágróðurinn gerir það svo að verkum að í garðinum má sjá skarpari skil milli árstíða en annarstaðar hér á landi, en Þrándur gerir þessu atriði góð skil á sýningunni. Segja má að Hólavallagarður skeri sig frá umhverfi sínu í veigamiklu atriði: Í kirkjugarðinum hafa hlutir almennt fengið að vera í friði, ólíkt restinni af Reykjavíkurborg þar sem hlutir hafa almennt ekki fengið að vera í friði. Garðurinn er líka staður mikillar tvíhyggju þvers og kruss, hér mætast heimar lífs og dauða, en hér eru líka mörk nútíðar og fortíðar, sorgar og launfyndni, raunheims og annarsheims og er það helst að skilja af myndum Þrándar að helstu vonina á einhverskonar framhaldslífi sé að finna í listum og skáldskap. Þó er ekki heldur einfalt að aðskilja lífið og listina þegar þessi kirkjugarður er annarsvegar. Hér hefur skáldsagnapersónan Ólafur Kárason ranglað um í leit að raunverulegri gröf Sigurðar Breiðfjörð, hér hefur Þórbergur Þórðarson gert hitt undir leiði, samkvæmt eigin skáldævisögu, og hér fannst skáldað lík á raunverulegri gröf Jóns Sigurðssonar í þekktri bók Arnaldar Indriðasonar. Er þá von að margir spyrji sig hvort jörðin eftir að spýta þessu öllu út úr sér jafn kviku á efsta degi? Ég læt sýningargestum annars eftir að ráða aðrar gátur myndanna upp á eigin spýtur.

Waypoints

PictographPhoto Altitude 49 ft
Photo ofÞjónustuskáli - Heimir Björn Janusarson garðyrkjustjóri Photo ofÞjónustuskáli - Heimir Björn Janusarson garðyrkjustjóri

Þjónustuskáli - Heimir Björn Janusarson garðyrkjustjóri

Heimir Björn Janusarson garðyrkjustjóri Fleiri kvenpersónur eru höfundi hugleiknar í Fundið og gefið, og lýsir hann því hve sérstakt honum fannst að sjá í fyrsta sinn orðið „skáldkona“ klappað á legstein Elínar Sigurðardóttur frá Hriflu „sem viðbót við nafn hinnar látnu“ (36). Eitt kvæða Elínar er tileinkað Einari Helgasyni garðyrkjustjóra, sem lést líklega 1935, en eitt málverkanna á sýningunni er unnið undir áhrifum frá kvæðinu, en þar eru í þessar línur: „Gróðrastarf þitt, gróðravinur, vitnar milli fjalls og fjöru“ (Ú.E. bls. 35). Með þessi orð í huga vill Þrándur nú tileinka málverkið núverandi garðyrkjustjóra, en sá heitir Heimir Björn Janusarson.

PictographPhoto Altitude -13 ft
Photo ofKlukknaport Photo ofKlukknaport Photo ofKlukknaport

Klukknaport

Klukknaportið - Árstíðarnar fjórar

PictographPhoto Altitude 33 ft
Photo ofBrekkukotsannáll Photo ofBrekkukotsannáll

Brekkukotsannáll

Annað verk þar sem Þrándur sækir sér efnivið í bók Úlfs er Hjónaleysin í Melkoti (Brekkukoti), en sú mynd sýnir þau grásleppu- og skötuhjú Magnús Einarsson og Guðrúnu Klængsdóttur, sem urðu fyrirmyndir að afa og ömmu Álfgríms í Brekkukotsannál; þeim Birni í Brekkukoti og konu hans sem aldrei var kölluð annað en amma. Bærinn Melkot stóð skammt fyrir ofan þar sem ráðherrabústaðurinn er nú, og gröf þeirra hjónaefna er nú þarna steinsnar frá, rétt hinum megin við Kærleiksstíginn. Þó má færa rök fyrir því að amman í Brekkukotsannál sé samsuða úr tveimur persónum sem voru Nóbelsskáldinu mikilvægar, annarsvegar áðurnefndri Guðrúnu í Melkoti, sem var ömmusystir Halldórs, og hins vegar Guðnýju Klængsdóttur ömmu hans sem var eins konar frummynd af ýmsum öðrum ömmum sem skipa mikilvægan sess í sögum hans, má þar sérstaklega nefna sem dæmi Hallberu gömlu í Sjálfstæðu fólki.

PictographPhoto Altitude 13 ft
Photo ofKærleiksstígur Photo ofKærleiksstígur

Kærleiksstígur

Það er einkum í þremur málverkum sem Þrándur sækir innblástur í bók Úlfs, Fundið og gefið. Hið fyrsta er verkið Suðurgata // Kærleiksstígur en það er undir sterkum áhrifum frá ljóði Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds sem birtist í bókinni: Suðurgata „Kærleiksstíg“ þá sól er sest, sveinar og fljóðin ganga. – Þar hefur röðull reifað best rósum meyjar vanga. Grær þar oft í aftanró ástarblómið rauða. En sá vegur endar þó út við gröf og dauða. (bls. 40-41) Ljóð og mynd draga fram kunnugleg stef, samband rómantíkur og dauða, en í ljóðinu má líka með góðum vilja greina þjóðlegra mótíf, en það er hin sérkennilega glettni frammi fyrir dauðanum, hinsta tilraun þess dauðadæmda til að hrifsa stjórn á einhverju brotabroti af tilveru sinni.

PictographPhoto Altitude 23 ft
Photo ofVökukonan Photo ofVökukonan Photo ofVökukonan

Vökukonan

Guðrún Oddsdóttir vökukona tekur á móti Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður og kvenréttindakonu. Þóra Pétursdóttir teiknaði og hannaði þessa stóru legsteina.

PictographPhoto Altitude 43 ft
Photo ofPáll Ólafsson Photo ofPáll Ólafsson

Páll Ólafsson

Gröf Páls Ólafssonar, skáldsins sem orti um lóuna sem kom til að kveða burt snjóinn er fundin í Hólavallakirkjugarði eftir að hafa verið týnd í líklega heila öld. Gröfin fannst eftir að farið var með jarðsjá yfir nokkur ómerkt leiði í garðinum og var með þeim hætti hægt að finna út hvar Páll var grafinn því líkkista hans var stutt og breið. Kona hans Ragnhildur Björnsdóttir hirti vel um leiðið og það var vaxið baldursbrám, nú eru þær varanlega á ristar á steininn. Þegar hún andaðist 1918 tók enginn að sér umsjón leiðisins. Það týndist.

PictographPhoto Altitude 66 ft
Photo ofKirkjugarðsstræti Photo ofKirkjugarðsstræti

Kirkjugarðsstræti

Humpty Dumpty í Kirkjugarðsstræti

PictographPhoto Altitude 56 ft
Photo ofDraugagangur Photo ofDraugagangur Photo ofDraugagangur

Draugagangur

Minningarmörk í Hólavallagarði eftir Björn Th. Björnson í bókinni safnast saman ógrynni af fróðleik um allt sem tengist garðinum, en það er listaverk Ragnars Kjartanssonar „Dauðinn og börnin“ en samnefnt málverk Þrándar á þessari sýningu vísar til verksins á áberandi hátt.

PictographPhoto Altitude 66 ft
Photo ofMuggur - Guðmundur Thorsteinsson Photo ofMuggur - Guðmundur Thorsteinsson

Muggur - Guðmundur Thorsteinsson

Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, betur þekktur sem Muggur, (5. september 1891 – 26. júlí 1924) var íslenskur listamaður frá Bíldudal. Þekktastur er hann fyrir myndskreytingar sínar við Íslenskar þjóðsögur, auk þess var hann málari, teiknari, leikari og gamanvísnasöngvari. Muggur varð ekki nema 32 ára. Hann átti við mikil veikindi að stríða síðustu ári ævi sinnar og dvaldi því lengst af erlendis.

PictographPhoto Altitude 56 ft
Photo ofGuðný Guðmundsdóttir Photo ofGuðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir

Hér hefur Þórbergur Þórðarson gert hitt undir leiði, samkvæmt eigin skáldævisögu.

Comments

    You can or this trail