Activity

Hella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin

Download

Trail photos

Photo ofHella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin Photo ofHella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin Photo ofHella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin

Author

Trail stats

Distance
6.27 mi
Elevation gain
587 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
587 ft
Max elevation
403 ft
TrailRank 
34
Min elevation
115 ft
Trail type
Loop
Time
one hour 21 minutes
Coordinates
878
Uploaded
May 28, 2021
Recorded
May 2021
Be the first to clap
Share

near Hella, Suðurland (Ísland)

Viewed 406 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofHella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin Photo ofHella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin Photo ofHella - Ægissiðufoss og Skógarleiðin

Itinerary description

Skemmtilegur hringur á Hellu sem tilvalið er að ganga, en enn betri fyrir utanvegahlaup. Haldið er í hann við íþróttamiðstöðina, sem staðsett er í eldri hluta Helluþorps og niður með Ytri-Rangá. Undirlagið fyrstu 5 km er mjög þægilegt og leiðin niður með ánni yndisleg, bæði hvað útsýni og fuglasöng varðar.
Ægissíðufoss er klárlega hápunktur leiðarinnar, virkilega fallegur foss utan alfaraleiðar.
Sunnlenski fjallahringurinn sést vel í góðu skyggni og jafnvel má sjá bæði til Vestmannaeyja annars vegar og Botnssúlur hins vegar á leiðinni.
Fyrri hlutinn er hin fínasta upphitun, því seinni hlutann þyngist færið verulega þar sem hlaupið er í lausum sandi. Fínasta æfing fyrir ökkla og kálfa, en nokkuð rykugt ef þurrkur hefur verið mikill. Hér má einnig eiga von á því að mæta hestum og mönnum í útreiðartúr, svo tillitssemi er sjálfsögð.
Á þessum hluta er það líka skógarlundur Skógræktarfélags Rangæinga sem gleður augað og söngur skógarþrastarins ómar.
Í lokin er hægt að kynnast nýrri hluta Hellu sem er enn í uppbyggingu, enda er þorpið í mikilli sókn. Jafnvel hesthúsin sem áður stóðu fyrir utan bæinn er orðið samvaxið bænum. Rétt í lokin er hlaupið yfir vel gróinn hrygg og þar er nú ekki úr vegi að stoppa stundarkorn og virða fyrir sér útsýnið. Sundsprettur í lokin toppar síðan daginn.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 162 ft

BEKKUR1

PictographWaypoint Altitude 113 ft

BEKKUR2

PictographWaypoint Altitude 159 ft

BEKKUR3

PictographWaypoint Altitude -48 ft

BEKKUR4

PictographWaypoint Altitude 145 ft

BEKKUR5

PictographWaypoint Altitude 312 ft

GRINDAHLID

PictographWaypoint Altitude 93 ft

STIGI

PictographWaypoint Altitude -60 ft

STIGI2

PictographWaypoint Altitude -85 ft

TRAPPA

Comments

    You can or this trail