Activity

Hella - Ægissíðufoss hlaupahringur

Download

Trail photos

Photo ofHella - Ægissíðufoss hlaupahringur Photo ofHella - Ægissíðufoss hlaupahringur Photo ofHella - Ægissíðufoss hlaupahringur

Author

Trail stats

Distance
3.67 mi
Elevation gain
377 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
377 ft
Max elevation
451 ft
TrailRank 
32
Min elevation
-96 ft
Trail type
Loop
Time
50 minutes
Coordinates
543
Uploaded
April 27, 2021
Recorded
April 2021
Be the first to clap
Share

near Hella, Suðurland (Ísland)

Viewed 381 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofHella - Ægissíðufoss hlaupahringur Photo ofHella - Ægissíðufoss hlaupahringur Photo ofHella - Ægissíðufoss hlaupahringur

Itinerary description

Gangan hefst við íþróttamiðstöðina á Hellu, nánar til tekið við sundlaugina. Einnig er auðvitað hægt að byrja gönguna hvenær á hringnum sem er.

Frá sundlauginni er gengið yfir veginn Þrúðvang og niður að ánni Ytri-Rangá, sem rennur í gegnum bæinn. Gengið er til vinstri niður með ánni eftir greinilegum slóða og niður að brú. Áin Ytri-Rangá á upptök sín í Sölvahrauni og er um 60 km löng, en þess má geta að gönguleiðin Hellismannaleið liggur einmitt að upptökum árinnar. Ytri-Rangá er ein vinsælasta laxveiðiá landsins og því má vel búast við að sjá veiðimenn á göngunni. Áin var fyrst brúuð árið 1912, en núverandi brú og brúarstæði er síðan 1960.

Gengið er áfram niður eftir, framhjá gamalli blómabúð, sláturhúsi, veitingastað og gistihúsum. Síðan verður nokkuð rólegra yfir og einungis fuglasöng að heyra, ásamt því að heyra mögulega hesta hneggja, enda Gaddstaðaflatir og reiðsvæði Geysis rétt ofan við. Bekkir eru hér reglulega, svo hægt er að setjast niður og einfaldlega njóta, með reglulegu millibili. Niður að helstu perlu leiðarinnar, Ægissíðufossi, eru 3 km. Rennslið í fossinum er nokkuð jafnt allt árið, enda Ytri-Rangá bergvatnsá. Það er helst í leysingum á vorin að vatnsrennslið verði meira, eða ef úrkoma hefur verið óvenjulega mikil. Fossinn sjálfur er góður veiðistaður og laxastigi við hann, handan árinnar.

Leiðin tilbaka er eftir vegslóða og útsýnið ekki af verri endanum á helstu fjöll svæðisins. Á þessum tímapunkti er orðið hægt að sjá Vestmannaeyjar. Síðan Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Tindfjallajökul, Vatnafjöll og Heklu. Jafnvel má sjá á Jarlhettur og Súlurnar í góðu skyggni, áður en komið er inn í þorpið. Gengið er við tjaldsvæði áður en komið er að Hótel Stracta, þar sem gengið er stuttan spöl eftir gangstétt, áður en leiðin sveigir upp á örlitla hæð þar sem gott útsýni fæst yfir aðal þjónustukjarna Hellu, hina svokölluðu Miðju. Er nú tilvalið að skottast áfram yfir gangbraut og framhjá Heilsugæslunni, áður en beygt er til vinstri og komið beint að íþróttamiðstöðinni þar sem hringnum er lokað. Tilvalið er að enda góða göngu á sundsprett í lauginni.

Skótau: Strigaskór eða utanvegaskór. Mögulega gönguskór á vorin eða ef búið er að rigna mikið.
Stafir: Þarf ekki. Valkvætt.
Fuglar sem sáust í göngu í apríl: Skógarþröstur, Hrossagaukur, Stelkur, Stokkönd, Grágæs, Álft, mávar og ekki síst Straumönd, sem á hvergi heimkynni sín í Evrópu nema á Íslandi.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 162 ft

BEKKUR1

PictographWaypoint Altitude 113 ft

BEKKUR2

PictographWaypoint Altitude 159 ft

BEKKUR3

PictographWaypoint Altitude -48 ft

BEKKUR4

PictographWaypoint Altitude 145 ft

BEKKUR5

PictographWaypoint Altitude 312 ft

GRINDAHLID

PictographWaypoint Altitude 93 ft

STIGI

PictographWaypoint Altitude -60 ft

STIGI2

PictographWaypoint Altitude -85 ft

TRAPPA

Comments

    You can or this trail