Activity

Helgafell Mosó tímamæling neðra bílastæði upp á tind 031120

Download

Author

Trail stats

Distance
1.42 mi
Elevation gain
551 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
551 ft
Max elevation
729 ft
TrailRank 
14
Min elevation
186 ft
Trail type
Loop
Time
22 minutes
Coordinates
161
Uploaded
November 8, 2020
Recorded
November 2020
Be the first to clap
Share

near Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Viewed 206 times, downloaded 2 times

Itinerary description

Þetta er formleg viðmiðunarleið þjálfara fjallgönguklúbbsins Toppfara fyrir þá sem vilja skrásetja tímann sinn á Helgafell í Mosfellssveit. Farið er frá neðra bílastæðinu þar sem skilti er um fjallið (ekki frá efra bílastæðinu NB) og farið á stígnum alla leið upp á efsta tind og sömu leið til baka. Þjálfarar skrá tímana sem klúbbmeðlimir senda þeim hér okkur öllum til hvatningar og aðhalds:
http://fjallgongur.is/fjallatimar/fjallatimar_allir_fra_upphafi.htm

Athugið að leiðin er greið alla leið en slóðinn í hliðarhallanum upp á fellið getur verið varasamur, einkum í sumarfæri á niðurleið (renna til á lausum steinum ofan á stígnum eða í drullu, passa að fara ekki of geyst þar niður NB) og eins getur verið varasamt í vetrarfæri ef slóðinn er frosinn eftir fyrri göngumenn og þá þarf keðjubrodda. Snjór skefur mjög af brúnum í þessari hlíð og oft myndast mikil snjóhengja efst í brekkunni sem getur verið varasöm og gæta þarf að snjóflóðahættu í allri brekkunni við þessar aðstæður, sérstaklega ef maður er fyrstur á staðinn eftir snjóstorm eða erfið veður.

Förum því alltaf varlega og látum ekki kappið hlaupa með okkur, verum vel búin óháð veðurspá, í góðum skóm, á broddum að vetri til, búin að láta vita af ferðum okkar, með rötunina á hreinu, eingöngu í góðu veðri, með hlaðinn símann o.s.frv. Og njótum nr. 1...

Þetta er eina af nokkrum formlegum tímamælingaleiðum Toppfara sem fara hér inn árið 2020 og 2021 og eru til viðmiðunar hér með fyrir þá sem vilja skrásetja fjallaformið sitt sjálfum sér og öðrum til hvatningar og aðhalds. Höldum okkur vel við þó árin færist yfir og tökum púlsinn á okkur reglulega... að skokka um fjöllin er eins og að fljúga :-)

Comments

    You can or this trail