Activity

Tindaskagi Þingvöllum 031020

Download

Trail photos

Photo ofTindaskagi Þingvöllum 031020 Photo ofTindaskagi Þingvöllum 031020 Photo ofTindaskagi Þingvöllum 031020

Author

Trail stats

Distance
4.15 mi
Elevation gain
2,011 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
2,011 ft
Max elevation
2,725 ft
TrailRank 
36
Min elevation
1,118 ft
Trail type
Loop
Time
4 hours 34 minutes
Coordinates
793
Uploaded
October 7, 2020
Recorded
October 2020
Be the first to clap
Share

near Laugarvatn, Suðurland (Ísland)

Viewed 325 times, downloaded 7 times

Trail photos

Photo ofTindaskagi Þingvöllum 031020 Photo ofTindaskagi Þingvöllum 031020 Photo ofTindaskagi Þingvöllum 031020

Itinerary description

Könnunarleiðangur á þennan sjaldfarna fjallshrygg sem við vorum búin að langa á í mörg ár. Vorum búin að spá mikið í færar leiðir upp og höfðum til viðmiðunar reynslu Gunnars Bjarnasonar Toppfara ofl. sem þurftu að snúa við frá norðurendanum (ekki hægt að þræða sig frá þeim enda upp á efsta tind) þar sem þau fundu þá leið fyrir miðjum hryggnum en hún var varasöm að sögn Gunnars.

Eins vissum við að Ísleifur Árnason Toppfara sem hafði gengið einsamall frá Mjóufellunum á Tindaskaga fyrir nokkrum árum. Þegar horft er á þennan fjallshrygg þá virðist vera öruggast að fara upp höfðann sem liggur út af hryggnum til vestur og finna leið þar upp. Gunnar hafði farið norðan við hann og mælti ekki með þeirri leið sem var varasöm. Ísleifur virtist hafa farið upp þennan höfða svo við vissum að við værum að hugsa þetta svipað og hann gerði á sínum tíma. Höfðinn reyndist fínasta leið upp en fara þarf niður hann innar á hryggnum og þræða sig svo gegnum geil eða skorning norðaustan megin sem við fundum óvænt og hentaði vel og þaðan er einföld leið upp brekkurnar upp á hrygginn. Við fórum upp á hrygginn neðan við lægri tind sunnan við þann hæsta og fundum ekki leið yfir hann fyrir allan hópinn en öruggir göngumenn geta þrætt sig þar yfir í klöngri eins og Þorleifur Toppfari gerði í þessari ferð einn á ferð.

Örn fann leið austan undir honum fyrir allan hópinn sem var í lagi en nokkuð bratt var upp af hliðarslóðanum upp á hrygginn sjálfan. Sú leið er samt fær öllum sem ekki eru lofthræddir. Þegar komið er upp á hrygginn norðan við þennan lægri tind þá er leiðin greið upp eftir hryggnum alla leið á hæsta tind og er sá kafli mjög fallegur og fjölbreyttur upp og niður móbergsheiminn sem einkennir þetta svæði.

Í nestispásunni á hæsta tindi spáðum við mikið í aðra leið niður vestan megin og freistuðum þess að prófa þar niður neðan við lægri tindinn. Sú leið reyndist mun betri en uppgönguleiðin austan megin í fjallshryggnum.

Mjög skemmtilegur könnunarleiðangur í 28 manna öruggum hópi þar sem fjöldi nýliða stóð sig frábærlega og voru í engum vandræðum. Magnaður dagur með meiru... korteri í hertara samkomubannið sem skall á eftir þá helgi þegar 99 tilfelli af C19 greindust í þriðju bylgju faraldursins og göngur voru bannaðar í tvær vikur til að byrja með... gott að ylja sér við minningar á slíkum tímum og vera þakklátur fyrir Ísland og alla þess víðáttu og óbyggðir í hreinu lofti og stórbrotinni náttúru...

Skelltum okkur upp á Söðulhóla í bakaleiðinni þar sem Tindaskagi var stutt ganga í viðleitni til að ná samviskusamlega öllum fjöllum Þingvalla á árinu 2020 mitt í kófinu öllu, sjá sér slóð á þá hér á wikiloc.

Ferðasaga hér og slóð þaðan á myndband af ferðinni í heild á Youtube:
http://fjallgongur.is/tindur208_tindaskagi_sodulholar_031020.htm

Comments

    You can or this trail