Activity

Látraströnd

Download

Trail photos

Photo ofLátraströnd Photo ofLátraströnd Photo ofLátraströnd

Author

Trail stats

Distance
9.08 mi
Elevation gain
1,660 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
1,572 ft
Max elevation
535 ft
TrailRank 
26
Min elevation
19 ft
Trail type
One Way
Coordinates
684
Uploaded
September 6, 2021
Share

near Grenivík, Norðurland Eystra (Ísland)

Viewed 940 times, downloaded 7 times

Trail photos

Photo ofLátraströnd Photo ofLátraströnd Photo ofLátraströnd

Itinerary description

Látraströnd er strandlengjan austan við utanverðan Eyjafjörð og nær frá Grenivík í suðri og norður á Gjögurtá. Hjólaleiðin byrjar á Grenivík og liggur eftir malar- og moldarvegslóða sem liggur að tóftunum við bæinn Grímsnes, um 15 km norðan við Grenivík.
Hjóla þarf í gegnum nokkra læki og ár og getur þurft að vaða einhverjar þeirra sökum þess hver stórgrýttur og grófur botninn er.

Um svæðið segir á Wikipedia:
Ströndin dregur nafn sitt af bænum Látrum, sem fór í eyði 1942 og voru yst á ströndinni. Önnur eyðibýli á Látraströnd, talin suður frá Látrum: Grímsnes, Sker, Miðhús, Steindyr, Jaðar, Svínárnes, Hringsdalur og Hjalli. Syðsti bærinn er í byggð: Finnastaðir, rétt norðan Grenivíkur. Yfir ströndinni gnæfa fjöllin Kaldbakur, Skersgnípa og Einbúi.

Á Látraströnd er lítið undirlendi og hvergi nema mjó ræma. Þar er snjóþungt og snjóa leysir seint á vorin. Vetrarbeit var því lítil vegna snjóþyngsla þótt þarna sé gott sauðland á sumrin og heyskapur var erfiður svo að bændur á ströndinni reiddu sig mjög á sjósókn. Snjóflóðahætta er víða á ströndinni og meðal annars eyddust tveir bæir þar í snjóflóði 1772. Bæirnir á utanverðri ströndinni fóru allir í eyði fyrir miðja 20. öld og þar eru hvergi hús uppistandandi en tóftir og rústir sjást víða og skáli ferðafélagsins Fjörðungs er á Látrum. Vegarslóði liggur frá Grenivík út ströndina að Grímsnesi, um 7 kílómetrum fyrir sunnan Látra.

Látraströnd tilheyrir Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu.

Comments

    You can or this trail