Activity

'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur

Download

Trail photos

Photo of'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur Photo of'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur Photo of'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur

Author

Trail stats

Distance
9.23 mi
Elevation gain
958 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
1,503 ft
Max elevation
1,126 ft
TrailRank 
32
Min elevation
514 ft
Trail type
One Way
Coordinates
562
Uploaded
November 14, 2023
Recorded
November 2023
Be the first to clap
Share

near Kirkjubæjarklaustur, Suðurland (Ísland)

Viewed 33 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo of'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur Photo of'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur Photo of'Út Síðuheiðar' - Skaftárhreppur

Itinerary description

Heimildir um þessa ferðaleið eru takmarkaðar aðrar en munnlegar frá staðkunnugum en ljóst er að hún hefur verið hluti af alfaraleið um Síðuheiðar. Ferðalangar sem komu að austan fóru „út Síðuheiðar“ er þeir ætluðu Fjallabaksleið yfir í Rangárvallasýslu. Sá hluti ferðaleiðarinnar sem hér er lýst hefst í Sandadölum við línuveginn þar sem hann fer upp á Hellnamýri. Gamla ferðaleiðin lá upp með Sólheimagljúfrinu sunnanverður og um Sandadali (sem eru í framhaldi af gljúfrinu) en í dag er auðveldast að fara línuveginn uns komið er í sneiðinginn sem liggur uppá mýrina. Hann er við Sandadalina og þegar farið er út af línuveginum er fljótlega komið á gömlu hestagötuna. Riðið er vestur Sandadali, um Rauðhólsbotna (Rauðhóll er afar áberandi kennileiti á svæðinu), yfir Hervararstaðaháls, Holtsá og Helgadalsháls uns komið er að Lambhagaá sunnan Valdahóls. Þar kemur leiðin inná Sýsluveginn forna en nokkru vestar eru aðrar krossgötur þar sem Sýsluvegurinn og gatan "Með fellum" koma saman. Leiðin liggur nú með fellunum; Austasta-, Mið- og Vestastafelli og fylgir fjórhjólaslóða norður yfir Dalsá en sveigir svo til vesturs og suðurs uns komið er niður klifið (gömlu heybandsgötuna) norðan Skaftárdals.
Frá línuvegi í Skaftárdal eru 15 km.

ATH! Ekkert símasamband er víða í Síðuheiðum og villugjarnt í þoku.

Waypoints

PictographIntersection Altitude 996 ft
Photo ofKrossgötur; Sýsluvegur og Rauðhólsbotnaleið.

Krossgötur; Sýsluvegur og Rauðhólsbotnaleið.

Ferðaleiðin um Rauðhólsbotna og Hervarar- og Helgadalsháls kemur saman við Sýsluveginn forna við Lambhagaá sunnan Valdahóls.

PictographIntersection Altitude 941 ft
Photo ofKrossgötur; Sýsluvegur og gatan 'Með fellum'.

Krossgötur; Sýsluvegur og gatan 'Með fellum'.

Sýsluvegurinn forni og gatan "Með fellum" koma saman austan við Austastafell. Ferðaleiðin "út Síðurheiðar" lá áður eins og Sýsluvegurinn um Selfklifi í Hælskafli (Skaflinum) en fylgir nú götunni "Með fellum.

Comments

    You can or this trail