Activity

Um Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll.

Download

Trail photos

Photo ofUm Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll. Photo ofUm Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll. Photo ofUm Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll.

Author

Trail stats

Distance
6.52 mi
Elevation gain
502 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
502 ft
Max elevation
926 ft
TrailRank 
29
Min elevation
623 ft
Trail type
Loop
Coordinates
159
Uploaded
November 8, 2023
Recorded
November 2023
Be the first to clap
Share

near Kirkjubæjarklaustur, Suðurland (Ísland)

Viewed 15 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofUm Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll. Photo ofUm Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll. Photo ofUm Selárdal í Eintúnaháls og fram með Stjórn í Stórhóll.

Itinerary description

Leiðin liggur af Lakavegi móts við Flangháls og farið er inn með Selá langleiðina að línuvegi. Áður en línuvegurinn var lagður lá gamla gatan upp á Túnheiðina um Götutorfu og þar sjást gamlir slóðar sem þræða sig upp torfuna. Á heiðarbrúninni ofan torfunnar er Hvílusteinn en hjá honum eru krossgötur og betra að gæta þess að halda sig við götu sem hefur vestlæga stefnu og er þá fljótlega komið á línuveginn. Þar sem rekstrarleið og línuvegur mætast eru tvær vörður sem vísa á rekstrarleiðina (þegar komið er eftir línuvegi úr vesturátt). Hægt er að fara strax á línuveginn þegar komið er að Götutorfu og sleppa því að fara upp torfuna. Línuveginum er fylgt til austurs uns komið er aftur á Lakaveg og farið er með honum uns komið er í Eintúnaháls.

Frá Hálsinum er farið yfir ána Stórn og fram með henni um Hleypiflatir á eystri bakka Stjórnar . Þar lá gamla ferðaleiðin í Eintúnaháls og eru greinilegar reiðgötur, margar samsíða götur, sem liggja fram bakkana.
Þegar Hleypiflötum sleppir er komið að línuvegi þar sem hann þverar Stjórn og fylgja skal veginum til vesturs, að Stórhól, en þar má sjá rústir heiðarbýlisins sem var í Stórhóli.

Þaðan er haldið áfram vestur með línuveginum uns komið er að hliði á markagirðingu á Klausturs- og Heiðarselslandi. Þegar komið er í gegnum hliðið skal farið af línuveginum og fremur óljósum götum fylgt sem stefna til hásuðurs. Er þá fljótlega komið að mýrarkróki sem heitir Flangir og liggja þær undir Flanghálsinum. Þetta er "smalaleið um Flangir" og liggur hún vestur fyrir krókinn og undir Flanghálsinum uns komið er aftur á Lakaveg þar sem gangan hófst. Hringurinn er um 12 km.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 695 ft
Photo ofHeiðarbýlið 'í Stórhól' - Klausturheiði.

Heiðarbýlið 'í Stórhól' - Klausturheiði.

Árið 1857 hófu Jón Jónsson frá Heiðarseli og Katrín Pálsdóttir frá Hunkubökkum búskap sinn á því að fá leyfi frá eigendum Kirkjubæjarklausturs til að byggja sér kofa innst í Klausturheiði. Var býlið kallað "í Stórhól". Jón og Katrín bjuggu þar aðeins í eitt ár en fluttu þá út í Mýrdal. Búskap í Stórhól lauk tveimur árum síðar eða 1859. Þar sjást nú enn tóftarbrot.

PictographWaypoint Altitude 885 ft
Photo ofHvílusteinn

Hvílusteinn

Stendur við götuna í heiðarbrúninni ofan við Götutorfu. Þar lá hestagatan upp á Túnheiði áður en línuvegur var lagður.

PictographWaypoint Altitude 730 ft
Photo ofEintúnaháls Photo ofEintúnaháls Photo ofEintúnaháls

Eintúnaháls

Eintúnaháls byggðist úr jörðinni Kirkjubæjarklaustri árið 1828 en þar var búið allt til ársins 1934 er síðasti ábúandi þar Jón Árnason (f. 1859 d. 1949) fluttist að Heiðarseli. Jón var giftur Dómhildi Sigmundsdóttur og átti með henni fjögur börn. Dómhildur dó árið 1899, ári eftir að þau fluttu í Eintúnaháls. Þá var elsta barn þeirra níu ára. Árni fékk til sín bústýru, Margréti Jónsdóttur (f. 1861 d. 1949) og bjó með henni í Hálsinum til 1934. Þau eignuðust tvö börn.

Comments

    You can or this trail