Activity

Sýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr

Download

Trail photos

Photo ofSýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr Photo ofSýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr Photo ofSýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr

Author

Trail stats

Distance
11.12 mi
Elevation gain
1,496 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
1,572 ft
Max elevation
1,020 ft
TrailRank 
29
Min elevation
156 ft
Trail type
One Way
Coordinates
700
Uploaded
November 16, 2023
Recorded
November 2023
Be the first to clap
Share

near Kirkjubæjarklaustur, Suðurland (Ísland)

Viewed 16 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofSýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr Photo ofSýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr Photo ofSýsluvegur um Holtsdal (hinn forni) - Skhr

Itinerary description

Sýsluvegur um Holtsdal var hluti af alfaraleið milli Skaftafells- og Rangárvallasýslu og lá hann frá Kirkjubæjarklaustri út (vestur) Síðuna yfir í Skaftártungu. Vegurinn var kortlagður af dönskum landmælingamönnum um aldamótin 1900 og finna má kortlagningu hans á Atlaskorti LMÍ nr. 68. Leiðin lá inn Holtsdal, yfir Holtsá framan við Hervararstaðaháls og um Helgadalsháls að Lambhagaá við Austastafell. Þaðan lá leiðin fram með Lambhagaá uns stefna var tekin í Selklif í heiðarbrúninni (Hælskaflinum/Skaflinum). Þar fór gatan niður klifgötuna og inn með Skaftá að vaði á Skaftárdalsvatni framan við Skaftárdal. Var þá komið í land Búlands í Skaftártungu.
Leiðin um Selklif og inn með Skaftá að Skaftárdal hefur nú spillst smjög vegna mikillar gróðurþekju en einnig vegna breytinga í farvegi Skaftár. Þykkur mosi og víðiplöntur gera götuna þungfæra á köflum auk þess sem hún er víða horfin. Þegar nær dregur Skaftárdal er gamla gatan rofin burt af ál úr Skaftá og þarf því að halda lengra inn með Skaftá að vatnamótum við Dalsá og áfram inn með henni uns komið er á aurana framan við Dalsárgljúfur. Þar er best að fara vestur yfir ána því framar geta verið sandbleytur, sérstaklega nálægt vatnamótum við Skaftá.

Frá Holti að Skaftárdal um Sýsluveginn forna eru um 20 km en leiðin öll er afar sérstæð og skemmtileg ferðaleið. Þar sem farið er um hlaðið á þremur bæjum (Holtsbæjunum tveimur og Skaftárdal) er afar gott að láta landeigendur vita af ferðum sínum sé þess kostur. Ferðist menn á hrossum er mikilvægt að gæta þess að ekki skapist ónæði eða óþrif heima á hlaði.

Waypoints

PictographMountain pass Altitude 807 ft
Photo ofSelklif

Selklif

PictographIntersection Altitude 934 ft
Photo ofKrossgötur; Sýsluvegur um Holtsdal og gatan 'með Fellum' mætast.

Krossgötur; Sýsluvegur um Holtsdal og gatan 'með Fellum' mætast.

PictographRuins Altitude 822 ft

Tóftirnar í Helgadalshálsi

Sunnan í Helgadalshálsi sjást töluverðar tóftir. Þar var búið um skeið en sagan hermir að síðar hafi húsin verið notuð sem beitarhús frá Skál. Það er vel þess virði að taka krók á leið sína um Sýsluveginn og skoða þessar sérstæðu minjar.

PictographRuins Altitude 817 ft
Photo ofHervararstaðir

Hervararstaðir

Á Hervararstöðum standa nú grónar tóftir heiðarbýlis sem áður var hjáleiga frá Holti.

PictographWaypoint Altitude 232 ft

Kleifar

PictographRiver Altitude 391 ft
Photo ofDalsá

Dalsá

Nálægt vatnamótum við Skaftá eru sandbleytur í Dalsá og gæta þarf þess að fara yfir ána nokkuð innarlega á aurunum nær gljúfrinu.

Comments

    You can or this trail