Activity

Afréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur

Download

Trail photos

Photo ofAfréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur

Author

Trail stats

Distance
9.45 mi
Elevation gain
863 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
564 ft
Max elevation
1,658 ft
TrailRank 
31
Min elevation
1,121 ft
Trail type
One Way
Coordinates
1043
Uploaded
November 13, 2023
Recorded
November 2023
Be the first to clap
Share

near Kirkjubæjarklaustur, Suðurland (Ísland)

Viewed 40 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofAfréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan (hestagatan) inn í Blágil (hluti) (frá Geirlandsá í Blágilin) - Skaftárhreppur

Itinerary description

Hér er lýst hluta þeirrar leiðar sem smalar riðu í Blágiljakofann - þá tíð er farið var á hestum í afrétt. Leiðin liggur frá Lakavegi við Geirlandsá (vestan vaðs ofan við Fagrafoss) í Blágil. Riðið er inn aurana vestan Geirlandsár að Hellnakirkju fremri en þar er farið yfir ána á vaði. Nokkru innar er svo farið aftur yfir ána, nú hjá Hellnakirkju innri. Þegar komið er yfir ána er riðið upp að Kofahóli á Lauffellsmýrum en þar er gömul áning afréttarmanna. Frá Kofahóli er farið yfir mýrardrag með stefnu á Morsa undir Lauffelli og riðið inn með Morsa nokkurn spöl. Fljótlega þarf þó að fara yfir Fremragil en þar í kring er æði blautt og áður fyrr fóru menn inn fyrir gilbotninn en þar sem hann hefur grafist lengra og lengra inn eftir mýrinni er nú farið yfir gilið um leið og færi sýnist til þess. Áfram er haldið yfir mýrardrag að Innragil sem er mun auðveldara yfirferðar og þegar komið er inn fyrir það gil er haldið norður yfir grjótsker sem á stendur stök varða. Vörðuna kalla afréttarmenn því sérkennilega nafni Chirinovsky en þar er gjarnan höfð stutt áning. Frá Chirinovsky er svo örskammt að vaði á Hellisá sunnan Ölduskers. Austan í Ölduskeri liggja götur sem fylgt er norður fyrir skerið og yfir mýri, sem þá tekur við, uns komið er í Blágil. Þessi leiðarhluti er um 15 km.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 0 ft

Vað á Geirlandsá

Þetta vað er tvískipt og er þar sem Lakavegur fer yfir Geirlandsá rétt ofan við Fagrafoss. Ekki er farið yfir vaðið heldur haldið inn með ánni, á aurunum vestan hennar.

PictographWaypoint Altitude 0 ft

Hellnakirkja fremri

Hellnakirkja fremri er einskonar klettaborg við Geirlandsá. Hún stendur nokkru sunnar en Hellnkirkja innri sem er af samskonar toga.

PictographWaypoint Altitude 0 ft
Photo ofHellnakirkja innri

Hellnakirkja innri

Hellnakirkja innri er einskonar klettaborg við Geirlandsá. Hún stendur nokkru norðar en Hellnkirkja fremri sem er af samskonar toga.

PictographWaypoint Altitude 0 ft
Photo ofKofahóll

Kofahóll

Í Kofahóli var áður viðlega afréttarmanna en síðar var þar aðal áningin hjá smölum á leið í afrétt. Var þá sprett af hestum og nesti etið.

PictographWaypoint Altitude 0 ft

Öldusker

Öldusker er hátt grjótsker sem sést víða að og þaðan er einnig góð yfirsýn yfir þennan hluta afréttarins. Skerið er því gjarnan notað sem útsýnisstaður í smalamennskum og örnefnið sem viðmið.

Comments

    You can or this trail