Activity

Afréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur

Download

Trail photos

Photo ofAfréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur

Author

Trail stats

Distance
6.55 mi
Elevation gain
262 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
883 ft
Max elevation
821 ft
TrailRank 
33
Min elevation
100 ft
Trail type
One Way
Coordinates
399
Uploaded
November 9, 2023
Recorded
November 2023
Be the first to clap
Share

near Kirkjubæjarklaustur, Suðurland (Ísland)

Viewed 25 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofAfréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur Photo ofAfréttargatan um Merkurheiði - Skaftárhreppur

Itinerary description

Hér er lýst hluta leiðarinnar sem riðin var í afrétt frá bæjunum Geirlandi og Mörk - á meðan farið var á hrossum - en þessi hluti leiðar liggur um Merkurheiði inn að Staðarselfelli og þaðan um Lönguhlíð og Rönkugil í Eintúnaháls.
Frá Kleifum liggur brött klifgata upp á heiðarbrúnina en þaðan liggur leiðin til norð-vesturs inn heiðina um mýrardrög og á þurrholtum uns komið er að Staðarselsfelli. Undir fellinu austanverðu eru rústir mikilla seltófta. Þá er línuvegi fylgt örskammt vestur fyrir fellið en þar er farið af veginum á gamla hestagötu. Liggur sú leið faman við Fremravatn. Nokkuð er leiðin óljós á köflum og fara þarf yfir gilskorning sem er við vatnið. Þegar komið er vestur fyrir Fremravatn er fljótlega komið sunnan vert að Lönguhlíð. Riðið er undir hlíðinnu uns komið er að mýrardragi og sjást þar enn menjar um torfhlaðinn garð sem liggur yfir mýrina. Þetta eru menjar gamallar afréttargirðingar. Farið er yfir mýrina þvert á garðinn og er þá komið að mosahól sem heitir Klif en hann stendur efst í Rönkugili. Liggur nú leiðin niður með Rönkugili norðanverðu, yfir Fjallsmýri og ána Stjórn. Er þá komið í Eintúnaháls. Í Eintúnahálsi eru áhugaverðar minjar um forna búsetu, smalakofi og góð áning.
Frá Kleifum í Eintúnaháls eru um 12 km.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 745 ft
Photo ofStaðarselsfell

Staðarselsfell

Staðarselsfell er lítið fell en nokkuð áberandi þó og liggur línuvegurinn sunnan í fellinum. Austan í fellinu eru miklar selrústir, algrónar. Þegar riðið er frá Kleifum er komið á línuveginn rétt sunnan og austan við fellið þar sem selrústin er.

PictographWaypoint Altitude 755 ft
Photo ofAfréttargatan vestan Staðarselsfells

Afréttargatan vestan Staðarselsfells

Línuvegi er fylgt lítinn spöl vestur fyrir fellið þar sem afréttargatan er vel greinileg þar sem hún liggur af línuvegi í átt að Fremravatni. Farið er vestur með vatninu en gatan er þar óljós á köflum og fara þarf yfir gilgrafning við vatnið. Þá taka við lítil mýrardrög uns komið er sunnan að Lönguhlíð.

PictographWaypoint Altitude 730 ft
Photo ofEintúnaháls

Eintúnaháls

Comments

    You can or this trail