Activity

Uppsalahnjúkur

Download

Trail photos

Photo ofUppsalahnjúkur Photo ofUppsalahnjúkur Photo ofUppsalahnjúkur

Author

Trail stats

Distance
6.98 mi
Elevation gain
2,664 ft
Technical difficulty
Difficult
Elevation loss
2,664 ft
Max elevation
3,089 ft
TrailRank 
37
Min elevation
450 ft
Trail type
Loop
Moving time
3 hours 2 minutes
Time
6 hours 8 minutes
Coordinates
1879
Uploaded
September 15, 2021
Recorded
September 2021
Share

near Akureyri, Norðurland Eystra (Ísland)

Viewed 2171 times, downloaded 37 times

Trail photos

Photo ofUppsalahnjúkur Photo ofUppsalahnjúkur Photo ofUppsalahnjúkur

Itinerary description

Uppsalahnjúkur 940 m.
Staðarbyggðafjall blasir við Akureyri til suðausturs, en austan við fjallið liggur hinn langi og gróðursæli Garðsárdalur. Best er að aka að Öngulsstöðum og aka upp jeppaslóða sem liggur að sumarhúsinu Seli, þar sem finna má bílastæði. Gengið er inn um hliðið við skógræktina þar sem einnig er skilti með upplýsingar um gönguleiðina.

Genginn er vegslóði í gegnum skógarreitinn þangað til að komið er gegnum annað hlið fyrir ofan skógræktina, þar er haldið til hægri og síðan til suðurs – upp hálsinn.

Gangan er um 11 km í heildina og gönguhækkun rúmir 800 metrar. Leiðin er stikuð alla leið. Á leiðinni er komið upp á Haus, sem er fremst á fjallinu, en þangað er einnig skemmtileg ganga ef óskað er að ganga styttri leið. Haus er um 420 m og er gönguhækkun frá bílastæðinu um 270 m. Þar er varða og gestabók.

Frá Hausnum er haldið áfram inn eftir fjallinu um greiðfær holt og við Ytri Uppsalahnjúk (minni hnjúkur fyrir framan Uppsalahnjúkinn sjálfan) er stefnt til austurs eftir kindagötu í brattri hlíðinni. Síðan gengið upp norðaustur hrygg fjallsins uns komið er upp á hnjúkinn. Þar er varða og gestabók.
Mikið útsýni er frá hnjúknum. Hægt er að bæta smá göngu við og ganga frá hnjúknum til suðurs eftir Uppsalafjallinu að Uppsalaskarði.

Vegalengd um 11 km. Hækkun 870 m.
Áætlaður göngutími er 5–6 klst.

Comments

    You can or this trail