Activity

Tvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu

Download

Trail photos

Photo ofTvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu Photo ofTvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu Photo ofTvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu

Author

Trail stats

Distance
10.23 mi
Elevation gain
3,386 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
3,386 ft
Max elevation
2,352 ft
TrailRank 
32
Min elevation
156 ft
Trail type
Loop
Time
7 hours 9 minutes
Coordinates
2061
Uploaded
April 12, 2022
Recorded
April 2022
Be the first to clap
Share

near Sodulsholt, Vesturland (Ísland)

Viewed 394 times, downloaded 5 times

Trail photos

Photo ofTvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu Photo ofTvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu Photo ofTvíhnúkar Snæfellsnesi milli Hafursfells og Skyrtunnu

Itinerary description

Krefjandi en einföld og mjög skemmtileg ferð á nýjar slóðir á greiðfæra tindana sem falla í skugga glæsilegra fjalla allt í kring. Því miður ekkert skyggni og snjóbylur efst.

Létum afvegaleiðast niður hrygginn af tindinum í stað þess að fylgja gps-slóðinni til baka á lægri tindinn niður í Núpuskarð en vorum fljót að leiðrétta okkur. Góð áminning um hvernig landslag og vindur er fljótt að afvegaleiða mann. Sífellt daprari sjón svo erfitt er að sjá slóðina á gps-tækinu nema ná í lesgleraugun með snjóhríðina á skjá gps-tækisins hafði líka sitt að segja, þetta er fljótt að gerast ef maður tekur ranga stefnu. Svo... passið að fara ekki þennan aukakrók sem liggur fljótlega frá tindinum og til baka heldur elta slóðina eftir tindunum sjálfum.

Merkileg niðurstaða í leiðinni að það er vel fært upp þessa tinda beggja vegna beint upp og þarf ekki endilega að fara fyrst í skörðin enda ávalar fjallsbungur sem tengja Hafursfellið við Skyrtunnu nánast með allavega fimm bungum. Landslag sem við vorum búin að langa að skoða nánar síðan árið 2011 en fengum því miður ekki skyggni. Myndi fara þetta í skyggni því tignarleg fjöll allt í kring skreyta útsýnið allan 360 gráðu hringinn. Við förum sko aftur þarna upp í betra veðri... ekki spurning !

Lærdómsrík ferð og geggjuð stemning í syngjandi gleði enda nánast allir að undirbúa sig fyrir Suðurtind Hrútsfjallstinda og náðu sér þarna í dýrmæta kílómetra, hækkun og ágætis hátt erfiðleikastig hvað varðar veður og færð.

Ferðasagan á www.fjallgongur.is undir Tvíhnúkar.

Comments

    You can or this trail