Activity

'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur

Download

Trail photos

Photo of'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur Photo of'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur Photo of'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur

Author

Trail stats

Distance
5.88 mi
Elevation gain
230 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
230 ft
Max elevation
134 ft
TrailRank 
32
Min elevation
67 ft
Trail type
One Way
Coordinates
378
Uploaded
November 14, 2023
Recorded
November 2023
Be the first to clap
Share

near Vík í Mýrdal, Suðurland (Ísland)

Viewed 9 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo of'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur Photo of'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur Photo of'Syðri leið' aðalpóstleiðin um Mýrdalssand - Skaftárhreppur

Itinerary description

Mýrdalssandur hefur að geyma merkar minjar um sögu okkar Íslendinga og ef ferðalangur sem ekur þjóðveg eitt um Mýrdalssand, er vökull og með glöggt auga, þá gefur að líta grjóthlaðnar vörður sunnan og norðan vegarins þegar komið er hjá Dýralækjarskeri. Vörður þessar eru hluti af samgöngusögu Íslands og tilheyra fornri ferðaleið yfir Mýrdalssand fyrir tíma rennireiða og akfærra vega.
Í Söguþáttum Landpóstanna eftir Helga Valtýsson kemur fram að aðalpóstleiðin um Vestur-Skaftafellssýslu lá frá Jökulsá á Sólheimasandi til Víkur í Mýrdal og þaðan áfram austur um Mýrdalssand í Álftaver. Einnig kemur fram að bréfhirðing eða póstafgreiðsla hafi verið í Vík (Suður-Vík) og hafi þar jafnframt verið náttstaður póstsins. (Helgi Valtýsson, 1973). Í Árbók Ferðafélags Íslands frá árinu 1935 er lýsing á svokallaðri „syðri leið“ um Mýrdalssand en landpósturinn, svokallaður Sunnanpóstur, fór þá leið.

"Liggur syðri leiðin, Álftaversleið, beint í austur, miðja vega milli Hafurseyjar og Hjörleifshöfða, yfir Háöldu- og Blautukvíslar, um Dýralækjarsker og Kælira, að Herjólfsstöðum í Álftaveri. Í Dýralækjarskerjum er sæluhús, en gróðurlaust í kring. Á þessari leið eru víðast leiðarmerki, stikur að vestan en grjótvörður, þegar austar dregur, og því auðratað í sæmilegu veðri."
(Óskar J. Þorláksson, 1935)

Stikurnar vestan Dýralækjarskers sem nefndar eru í þesssari leiðarlýsingu frá 1935 eru að sjálfsögðu horfnar en vörðurnar í skerinu og austan þess standa vel, verðugir fulltrúar sögunnar. Leiðin milli kofans í Dýralækjaskeri og að Herjólfsstöðum er 9-10 km.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 88 ft

Latur

Vestur af Krosshól, við gamla veginn að Bólhraunum, er klettur, sem heitir Latur. Þar voru þrjú steinatök, Litli-Latur, Mið-Latur og Stóri-Latur. Þetta voru aflrauna-steinar.

PictographMonument Altitude 97 ft
Photo ofSæluhúsið í Dýralækjarskeri Photo ofSæluhúsið í Dýralækjarskeri

Sæluhúsið í Dýralækjarskeri

Sæluhús var byggt í Dýralækjarskeri laust uppúr aldamótunum 1900 og þótti það mikil bót fyrir þá sem ferðast þurftu um sandinn. Húsið telst nú til menningarminja og hefur verið haldið við af félögum í Fótsporum sem er áhugafélag um sögu og minjar í Skaftárhreppi. Talið er að bærinn Dýralækur hafi staðið nærri sæluhúsinu og vatnsbólinu (Dýralækum).

Comments

    You can or this trail