Activity

Rifstangi

Download

Trail photos

Photo ofRifstangi Photo ofRifstangi Photo ofRifstangi

Author

Trail stats

Distance
5.9 mi
Elevation gain
85 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
85 ft
Max elevation
86 ft
TrailRank 
61 5
Min elevation
-28 ft
Trail type
Loop
Moving time
2 hours 10 minutes
Time
2 hours 18 minutes
Coordinates
1715
Uploaded
July 26, 2021
Recorded
July 2021
  • Rating

  •   5 1 review
Share

near Raufarhöfn, Norðurland Eystra (Ísland)

Viewed 1732 times, downloaded 20 times

Trail photos

Photo ofRifstangi Photo ofRifstangi Photo ofRifstangi

Itinerary description

Text in Icelandic and English below.

Rifstangi er nyrsti tangi á meginlandi Íslands. Áður fyrr þá náði norður heimskautsbaugur inn á tangann og var hluti af Rifstanga því staðsettur norðan við heimskautsbauginn. Heimskautsbaugurinn er hins vegar genginn út af tanganum og liggur nú allur Rifstangi sunnan við bauginn. Rifstangi er engu að síður sá hluti meginlandsins sem er staðsettur næst heimskautsbaugi sem gerir hann að mögnuðum stað til að upplifa sólris og sólsetur. Einstakt er að horfa á sólina hverfa í sæinn þegar hún er að setjast og rísa úr honum við sólris. Mikið dýralíf er á staðnum og má gjarnan heyra í melrökkum sem eiga greni á þessum slóðum. Staðurinn er friðsæll og er mikil kyrrð í fjölbreyttu fuglalífinu sem kemur fram í misfögrum fuglasöng.
Gönguleiðin hefst við afleggjarann sem er staðsettur í um 17 km keyrslufjarlægð frá Raufarhöfn. Þaðan er gengið vegslóðann niður að Rifi. Slóðinn er vel göngufær en verður grýttur þegar nálgast fer tangann. Á leiðinni sést Rauðinúpur vel í vestur og Hraunhafnartangi í austur. Frá tanganum er gengið kindaslóða að Rifshúsinu og svo aftur frá húsinu að vegslóðanum. Ef áhugi er að labba aðra leið til baka þá er hægt að fylgja vörðunum sem eru staðsettar á áshryggnum á austanverðu landinu. Sú leið er örlítið styttri en undirlag hennar er grýttara.

Rifstangi is the northernmost point of Iceland. Many years ago, the Arctic Circle was located south of northern Iceland and therefore crossed Rifstangi. Since then, the Arctic Circle has moved away from the Icelandic mainland which has caused the entire Rifstangi to be positioned south of the circle today. Rifstangi is nevertheless the part of the mainland that is located closest to the Arctic Circle, which makes it an incredible place to experience sunrises and sunsets at. There you can watch the sun disappear into the sea at sunset and rise from it at sunrise. The wildlife in Rifstangi is plentiful and sometimes the sound of Arctic foxes, who live around the area, can be heard. Rifstangi is a peaceful place with a diverse bird life that is reflected in vast variety of bird singing.
The hiking trail starts at the side road, which is located about 17 km driving distance from Raufarhöfn. From there you walk the lane down to Rif. The lane is easy to walk but becomes rocky as you get closer to the northernmost point of Rifstangi. On the way you get a good view of Rauðinúpur in the west and Hraunhafnartangi in the east. From the northernmost point of Rifstangi the walk continues on a sheep path to the house, and again from the house back to the lane. If it is preferred to walk another path on the way back, the stone cairns that are located on the eastern part of the land, can be followed. This route is slightly shorter, but the surface is rockier.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 17 ft
Photo ofHeimskautsbaugur árið 1717 Photo ofHeimskautsbaugur árið 1717 Photo ofHeimskautsbaugur árið 1717

Heimskautsbaugur árið 1717

Text in Icelandic and English below. Staðsetning heimskautsbaugsins er ekki föst heldur er hún sífellt að breytast. Ástæðan fyrir þessu eru breytingar á möndulhalla jarðar. Hornið sem möndull jarðar myndar við jarðbrautarflötinn tekur hægum breytingum og vex ýmist eða minnkar. Tíminn sem líður frá lágmarki til hámarks er um það bil 20 þúsund ár og tekur aðalsveiflan því 40 þúsund ár. Hreyfingin á heimskautsbauginum er skrykkjótt en árleg meðalhreyfing hans er um það bil 14,5 metrar. Í dag er baugurinn að færast norður og mun hann halda áfram að færast norðar næstu þúsundir ára. Áður fyrr þá snerti heimskautsbaugurinn nyrsta odda Íslands, Rifstanga, en miðað við útreikninga sem sýna að baugurinn hafi fyrst gengið inn á Grímsey árið 1717 þá ætti hann að hafa legið nokkurn vegin við Neðri-Kotmöl þetta árið. Breiddargráða heimskautsbaugsins árið 1717 hefur verið í kringum 66°31’34.3“N. The position of the Arctic Circle is constantly changing. The reason for this is the fluctuations in the Earth’s axial tilt. The angle between the Earth’s axis and the plane of its ecliptic path about the sun changes over time and either increases or decreases. The time between the highest and lowest latitude of the Arctic Circle is in the order of 20 thousand years. Therefore, the movement repeats itself every 40 thousand years or so. The Arctic Circle has been steadily moving northward in the recent years at an average pace of 14.5 meters a year. Long ago the Arctic Circle crossed the northernmost tip of Iceland, Rifstangi. Based on calculations that show that the circle first made landfall in Grímsey in 1717, the Artic Circle was located roughly at Neðri-Kotmöl the same year. The latitude of the Arctic Circle in 1717 was around 66°31’34.3“N.

PictographPhoto Altitude 64 ft
Photo ofMyndir Photo ofMyndir

Myndir

PictographPhoto Altitude 58 ft
Photo ofByrgistjörn Photo ofByrgistjörn Photo ofByrgistjörn

Byrgistjörn

PictographWaypoint Altitude 57 ft
Photo ofHeimskautsbaugur árið 1817 Photo ofHeimskautsbaugur árið 1817 Photo ofHeimskautsbaugur árið 1817

Heimskautsbaugur árið 1817

Text in Icelandic and English below. Fyrir um það bil 200 árum hefur heimskautsbaugurinn verið rétt sunnan við nyrsta odda Rifstanga. Því hefur baugurinn farið norður fyrir fastalandið og skilið endanlega við meginland Íslands skömmu eftir árið 1817. Meðalfærsla heimskautsbaugsins er um 1,5 km á öld. Breiddargráða heimskautsbaugsins árið 1817 hefur verið í kringum 66°32’14.4“N. About 200 years ago the Arctic Circle was located just south of the northernmost tip of Rifstangi. Therefore, the Arctic Circle moved north of the Icelandic mainland shortly after 1817. The average movement of the Arctic Circle is 1.5 km a century. The latitude of the Arctic Circle in 1817 was around 66°32’14.4“N.

PictographWaypoint Altitude 49 ft
Photo ofNyrsti tangi meginlands Íslands Photo ofNyrsti tangi meginlands Íslands Photo ofNyrsti tangi meginlands Íslands

Nyrsti tangi meginlands Íslands

Text in Icelandic and English below. Melrakkaslétta er sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður, fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey. Lengi hefur verið deilt um það hvaða tangi Melrakkasléttu sé nyrstur. Mörgum hefur verið kennt í grunnskóla að Hraunhafnartangi sé nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talin sá nyrsti. Í kjölfarið þá streyma fjölmargir ferðamenn á Hraunhafnartanga ár hvert, í þeirri trú að hann sé nyrsti tangi Íslands og því næstur heimskautsbaugi. Árið 2016 kom það hins vegar í ljós að Rifstangi teygir sig 68 metrum lengra út í sjóinn og er hann því nyrsti tanginn á fastalandi Íslands. Þrátt fyrir að tanginn sé sá nyrsti þá nær hann ekki yfir heimskautsbaug, en baugurinn liggur um það bil þremur kílómetrum frá landinu. Breiddargráða nyrsta odda Rifstanga er 66°32’16.9“N. Melrakkaslétta is the part of Iceland that stretches farthest north, if Grímsey and Kolbeinsey are not included. It has long been debated which part of Melrakkaslétta is the northernmost point of Iceland. Many people have been taught in primary school that Hraunhafnartangi is the northernmost point of the Icelandic mainland, but that Rifstangi was previously considered to be the northernmost point. As a result, many tourists flock to Hraunhafnartangi every year, in the belief that it is the northernmost point of Iceland and therefore the closest point to the Arctic Circle. However, in 2016 it was confirmed that Rifstangi was in fact 68 meters further north and grabbed the crown as the northernmost point of the Icelandic mainland. Despite being the northernmost tip of the mainland, Rifstangi does not reach the Arctic Circle which is located about three kilometers away. The latitude of the northernmost point of Rifstangi is 66°32’16.9“N.

PictographPhoto Altitude 58 ft
Photo ofMyndir Photo ofMyndir Photo ofMyndir

Myndir

PictographRuins Altitude 59 ft
Photo ofRifshús Photo ofRifshús Photo ofRifshús

Rifshús

Text in Icelandic and English below. Húsið á Rifi er nyrsta byggða íbúðarhús á Íslandi og var það byggt árið 1928 á vegum Vitamálasjóðs. Á þeim tíma stóð viti á Rifstanga sem þurfti að fylgjast með og bjó vitavörðurinn í Rifshúsinu. Húsið lagðist svo í eyði árið 1947 og hefur verið mannlaust eftir það. Síðan þá hafa veður og vindar fengið að vinna óáreittir við niðurbrot þessa stórfenglega húss, sem stendur líkt og sandslípuð beinagrind á norðurhveli jarðar. Þegar gengið er inn í húsið má sjá ummerki um mannlíf sem fær mann til að hugsa um liðna tíð. Í stofunni má sjá leifar af gamalli málningu í rauðu, grænu og bláu. Innan um þessa skæru liti eru grá timburhúsgögn sem minna á rekaviðdrumbana sem liggja víð og dreif í fjörunni fyrir utan. Á efstu hæðinni í kvistherbergi hússins má sjá hrúgu af beinum og öðru sem hrafn hefur safnað saman í hreiður. Aðrar fuglategundir hafa einnig hreiðrað um sig í eyðibýlinu og gefið því líf að nýju. Húsið er áhugavert mannvirki sem merkilegt er að skoða og sjá hvernig tíminn hefur unnið sitt verk ásamt íslensku veðráttunni við niðurrif þess, hægt en örugglega. Mikilvægt er þó að hafa varan á þegar gengið er um húsið þar sem gólfið er ótraust og gæti gefið sig. The house at Rifstangi is the northernmost residential building in Iceland and was built in 1928 by Vitamálasjóður. At that time there was a lighthouse at Rifstangi that needed to be monitored and the lighthouse keeper lived in the house. In 1947 the house was abandoned and has been empty since then. Since then, the weather and winds have been able to work undisturbed in the demolition of this magnificent house, which stands like a sand-cut skeleton in the northern hemisphere. When you enter the house, you can see traces of human life that make you think about the past. In the living room the remnants of old paint in red, green and blue can be seen. Surrounded by these bright colors are gray wooden furniture reminiscent of the driftwood scattered on the beach outside. On the top floor you can see a pile of bones and other things that a raven has gathered in a nest. Other bird species have also nestled in the desolated farm and given it life again. The house is an interesting structure that is remarkable to view and see how time has done its job along with the Icelandic weather during its demolition, slowly but surely. However, it is important to be careful when walking around the house as the floor is unstable and could break.

PictographPhoto Altitude 55 ft
Photo ofMyndir Photo ofMyndir Photo ofMyndir

Myndir

PictographPhoto Altitude 53 ft
Photo ofMyndir Photo ofMyndir Photo ofMyndir

Myndir

PictographWaypoint Altitude 90 ft
Photo ofVarða Photo ofVarða

Varða

PictographPhoto Altitude 30 ft
Photo ofMyndir Photo ofMyndir Photo ofMyndir

Myndir

Comments  (1)

  • Hrönn Harðardóttir Oct 18, 2021

    I have followed this trail  verified  View more

    Falleg, friðsæl og fræðandi gönguleið. Gaman að vita hvar heimskautsbaugur var staðsettur áður fyrr.

You can or this trail