Activity

Rauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi

Download

Trail photos

Photo ofRauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi Photo ofRauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi Photo ofRauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi

Author

Trail stats

Distance
8.35 mi
Elevation gain
3,871 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
3,871 ft
Max elevation
3,107 ft
TrailRank 
57
Min elevation
539 ft
Trail type
Loop
Time
4 hours 53 minutes
Coordinates
1419
Uploaded
August 13, 2023
Recorded
August 2023
Share

near Eyja- og Miklaholtshreppur, Vesturland (Ísland)

Viewed 123 times, downloaded 7 times

Trail photos

Photo ofRauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi Photo ofRauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi Photo ofRauðakúla og Hreggnasi á Snæfellsnesi

Itinerary description

Rauðakúla í Eyja- og Miklaholtshreppi er fjall sem blasir við manni þegar maður ekur þjóðveginn.
Þetta fallega rauða fjall er í góðum félagsskap Ljósufjalla sem eru hærri og þekktari en milli þeirra kúrir Hreggnasi (sjá fyrstu mynd).

Lagt er í hann af gamla þjóðveginum um Kerlingarskarð og fljótlega gengið upp úr gróðri inn í auðnina.

Þegar komið er upp fyrstu brekkurnar fer maður að sjá í kollinn á Rauðukúlu en Hreggnasi liggur í skjóli hennar og sést ekki.

Sem maður nálgast kúluna fara að koma í ljós fleiri fjöll í nágrenninu.

Norðan við Rauðukúlu er annað rautt fjall, töluvert lægra, sem heitir líka Rauðakúla og ég kýs að kalla Litlu-Rauðukúlu til aðgreiningar.

Annað fjall sem kallar á athygli og er enn norðar er Drápuhlíðarfjall, skjanna hvítt og fagurt.

Þegar komið er upp á Rauðukúlu opnast fyrir glæsilegt útsýni yfir Snæfellsnesið þar sem sést vel til Ljósufjalla og Snæfellsjökuls í góðu skyggni.
Þá kemur líka Hreggnasi í ljós í sínu fallega formi og litum.

Upp á Hreggnasa ákvað ég að fara hrygginn eins og sést á myndum og klöngrast þar aðeins í grjóti og klettum, smá brölt en ekkert sérlega hættulegt.
Útsýnið þegar komið er upp er síðan stór glæsilegt, litadýrðin í Ljósufjöllum og betri yfirsýn á Litlu-Rauðukúlu og Drápuhlíðarfjall.

Að horfa á Litlu-Rauðukúlu og Drápuhlíðarfjall ofan af Hreggnasa, annað fjallið svona fallega rautt og hitt skjanna hvítt fær mann til að ímynda sér að hér sé náttúran að efna til veislu og í veislunni sé boðið upp á bæði rautt og hvítt :)

Svona í lokin verð ég að minnast á eitt atriði varðandi Litlu-Rauðukúlu sem mér fannst stór merkilegt.
Þegar komið er langleiðina upp að Rauðukúlu og Litla-Rauðakúla er fyrir manni í há norður er eins og hún sé að fylgjast með manni því í miðri hlíð hennar er eins konar sveipur eða auga (sjá mynd).
Náttúran kemur manni endalaust á óvart :)

Eins og þessi texti ber með sér og lesanda er eflaust orðið ljóst fannst mér töluvert mikið til þessarar fjallgöngu koma og mæli hiklaust með henni við alla.

Waypoints

PictographSummit Altitude 3,041 ft
Photo ofHreggnasi Photo ofHreggnasi Photo ofHreggnasi

Hreggnasi

Hreggnasi

PictographSummit Altitude 2,543 ft
Photo ofLitla-Rauðakúla Photo ofLitla-Rauðakúla Photo ofLitla-Rauðakúla

Litla-Rauðakúla

Rauðakúla

PictographSummit Altitude 3,333 ft
Photo ofLjósufjöll Photo ofLjósufjöll Photo ofLjósufjöll

Ljósufjöll

Bleikur

PictographSummit Altitude 2,930 ft
Photo ofRauðakúla Photo ofRauðakúla Photo ofRauðakúla

Rauðakúla

Rauðakúla

Comments  (1)

  • Photo of Jóhanna Fríða
    Jóhanna Fríða Aug 16, 2023

    Spennandi leið sem mig langar að fara. Takk fyrir frábæra lýsingu.

You can or this trail