Activity

Rauðafell

Download

Trail photos

Photo ofRauðafell Photo ofRauðafell Photo ofRauðafell

Author

Trail stats

Distance
4.04 mi
Elevation gain
1,444 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
1,444 ft
Max elevation
3,057 ft
TrailRank 
38
Min elevation
1,778 ft
Trail type
Loop
Time
2 hours 22 minutes
Coordinates
730
Uploaded
July 31, 2021
Recorded
July 2021
Be the first to clap
Share

near Laugarvatn, Suðurland (Ísland)

Viewed 388 times, downloaded 4 times

Trail photos

Photo ofRauðafell Photo ofRauðafell Photo ofRauðafell

Itinerary description

Eftir að hafa gengið á Högnhöfða og horft yfir á tignalegt Rauðafellið vaknaði áhugi hjá mér að bæta því á fjallalistann minn.

Rauðafell er frekar einangrað fjall sökum þess hversu erfitt er að komast að því.
Það eru tvær leiðir til að komast á það, annað hvort að fara frá Höfðaflötum við Brúarárskörð og vaða þá Brúarána eða keyra Hlöðuvallaveg(F337) sem er fjallvegur, illfær og brattur.

Ég valdi að keyra Hlöðuvallaveg og var svo heppinn að það var nýbúið að yfirfara hann og laga þannig að það gekk allt vel.

Nafnið á fjallinu kemur ekki á óvart.
Það er mjög rautt sökum þess að neðri hluti þess er mjög rautt móberg.
Móberg þetta er þeirrar gerðar að efsta lagið er mjög laust í sér og varasamt í miklum halla.
Mæli ég því með að menn taki með sér gömlu hálkubroddana sína og bregði þeim á lappirnar á þessum kafla.

Þegar búið er að ganga c.a. hálfa leið upp fjallið breytist undirlagið úr móbergsklöpp í mulning og grjót og verður því þægilegt uppgöngu.

Þegar upp er komið er útsýnið magnað í allar áttir.

Síðan er það eitt sem ég vil bæta við og það er að best er að fara leiðina í gegnum gilið í upphafi göngu.
Sem sé eins og ég kom niður, í gegnum gilið og áfram upp hlíðina á bakvið.

Waypoints

PictographWaypoint Altitude 2,297 ft
Photo ofMóbergsklappir Photo ofMóbergsklappir Photo ofMóbergsklappir

Móbergsklappir

Móbergsklappir

PictographSummit Altitude 3,015 ft
Photo ofRauðafell Photo ofRauðafell Photo ofRauðafell

Rauðafell

Rauðafell

Comments

    You can or this trail