Kálfstindur og Rjúpnafell
near Reykholt, Suðurland (Ísland)
Viewed 388 times, downloaded 6 times
Trail photos
Itinerary description
Þau raða sér upp NA-SV fjöllin Rauðafell, Högnhöfði og Kálfstindur NA við Efstadalsfjall.
Rauðafell og Högnhöfði með Brúarárskörð á milli sín og Kálfstindur með Hellisskarð á milli sín og Högnhöfða.
Eftir að hafa gengið bæði Högnhöfða og Rauðafell fannst mér upplagt að skella mér líka á Kálfstind og klára þessa lengju.
Kálfstindur er frekar einangraður og lítið klifin sökum þess að það er erfitt að komast að honum á bíl.
Besta leiðin er örugglega Skarðsvegur upp að Brúarárskörðum og síðan NA með Högnhöfða.
Gangan á Kálfstind sjálfan reyndist síðan erfið.
Fyrst af stað þægileg upp móbergsháls og með honum þar til tóku við stórgrýti og björg.
Þegar ég reyndi við sjálfann toppinn fékk ég á mig þoku sem kom ekki að sök.
Til að gera langa sögu stutta er sjálfur toppur Kálfstinds algjörlega ókleifur.
Skussaverðlaunin fyrir að toppa ekki Kálfstind voru síðan að skella sér á Rjúpnafell, sem er þægilegt fjall um 470 m.y.s. og eins og skotthúfa í laginu.
Niðurstaðan er því stórskemmtilegur dagur.
Rauðafell og Högnhöfði með Brúarárskörð á milli sín og Kálfstindur með Hellisskarð á milli sín og Högnhöfða.
Eftir að hafa gengið bæði Högnhöfða og Rauðafell fannst mér upplagt að skella mér líka á Kálfstind og klára þessa lengju.
Kálfstindur er frekar einangraður og lítið klifin sökum þess að það er erfitt að komast að honum á bíl.
Besta leiðin er örugglega Skarðsvegur upp að Brúarárskörðum og síðan NA með Högnhöfða.
Gangan á Kálfstind sjálfan reyndist síðan erfið.
Fyrst af stað þægileg upp móbergsháls og með honum þar til tóku við stórgrýti og björg.
Þegar ég reyndi við sjálfann toppinn fékk ég á mig þoku sem kom ekki að sök.
Til að gera langa sögu stutta er sjálfur toppur Kálfstinds algjörlega ókleifur.
Skussaverðlaunin fyrir að toppa ekki Kálfstind voru síðan að skella sér á Rjúpnafell, sem er þægilegt fjall um 470 m.y.s. og eins og skotthúfa í laginu.
Niðurstaðan er því stórskemmtilegur dagur.
Waypoints
You can add a comment or review this trail
Comments