Activity

Hella - Skógargangan

Download

Trail photos

Photo ofHella - Skógargangan Photo ofHella - Skógargangan Photo ofHella - Skógargangan

Author

Trail stats

Distance
3.68 mi
Elevation gain
289 ft
Technical difficulty
Easy
Elevation loss
289 ft
Max elevation
135 ft
TrailRank 
34
Min elevation
50 ft
Trail type
Loop
Time
55 minutes
Coordinates
730
Uploaded
May 27, 2021
Recorded
May 2021
Be the first to clap
Share

near Hella, Suðurland (Ísland)

Viewed 478 times, downloaded 1 times

Trail photos

Photo ofHella - Skógargangan Photo ofHella - Skógargangan Photo ofHella - Skógargangan

Itinerary description

Hin svokallaða skógarleið hefst í eldri hluta Helluþorps, nánast tiltekið við við sundlaugina. Einnig er auðvitað hægt að byrja gönguna hvenær sem er á hringnum.

Á leiðinni má sjá hvernig þorpið hefur þróast en hryggur í landslaginu skiptir Hellu nánast í tvennt og
áður en við er litið er komið í þann hluta Hellu sem í daglegu tali er oft nefnt „úti á sandi“, en yngri hluti þorpsins fór að byggjast hér upp árið 1975 og er enn í uppbyggingu.

Þegar þorpið er kvatt tímabundið er gengið undir brú á þjóðveginum og undirlagið sem nú tekur við eftir göngin er nokkuð laust í sér, en á köflum hægt að ganga við hliðina á malarstígnum sem mest er notaður sem reiðvegur. Útivist af ýmsu tagi er stunduð á Hellu, en þorpið er kannski þekktast fyrir tvennt, hestamannamót og torfæru. Eins og gefur að skilja er torfæran haldin á öðru svæði, en hér er ekki ólíklegt að rekast á hesta og menn sem njóta útiviveru og því sjálfsagt að sýna tillitssemi, sérstaklega ef klæðst er áberandi klæðnaði sem hestar geta verið hræddir við.

Hér ríkir víðáttan og ekki er nú erfitt að ímynda sér svæðið troðfullt af tjöldum, enda hefur Landsmót hestamanna reglulega verið haldið á Gaddstaðaflötum síðan árið 1986. Hér hefur því oft verið glatt á hjalla.
Áður en langt um líður blasa Þríhyrningur og Eyjafjallajökull við áður en haldið er inn í skógarlundinn sem er sannkallaður aldamótaskógur, enda byrjaði Skógrækt Rangæinga að planta hér trjám árið 2000. Brátt eftir að komið er inn í skógarlundinn greinist slóðinn í tvennt og þá þarf að passa að halda áfram eftir slóðanum sem vísar til hægri, í átt til sjávar. Skyndilega sjáum við lítinn læk og þá er kominn tími á snúning, því hér liggur skemmtilegur gönguslóði upp eftir aftur meðfram læknum og ekki skemmir að drottning íslenskra eldfjalla, sjálf Hekla, er í beinni sjónlínu. Það er jú dásamlegt að finna lyktina af skógarlundinum á þeim kafla sem tekur við og ekki ólíklegt að söngur skógarþrastarins gleðji eyrað.

Þegar skógarlundinum sleppir er hægt að rifja upp berskuleiki, því undir brúna er haldið og ekki úr vegi að þar þurfi jafnvel að feta sig eftir brún, taka lítið stökk yfir lækinn og jafnvel ná að verða votur í fæturna, ef skótau er af því tagi. Útsýni á sunnlenska fjallahringinn tekur nú við, Búrfell, Hekla, Vatnafjöllin, Tindfjallajökull, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull.

Eftir að hafa notið útsýnisins til fjalla tekur Helluþorp göngufólki opnum örmum. Hér sést best sú uppbygging sem á sér stað á Hellu, því verið er að byggja hvert húsið á fætur öðru og greinilegt að fleiri hús munu rísa. Meira að segja hesthúsahverfið sem byrjað var að reisa á sjöunda áratugnum og var þá alfarið utan við þorpið er í dag orðið samvaxið.

Einstaklega skemmtilegt útsýni yfir Helluþorp er rúsínan í pylsuendanum á leiðinni, en svo vel vill til að leiðin liggur yfir hrygginn sem skiptir þorpinu í tvennt. Aðkoman í lokin er einstaklega skemmtileg og áður en við er litið er kominn tími á að grípa sundpokann í bílnum og skella sér í sund eftir ánægjulegan 6 km hring.

Skótau: Utanvegahlaupaskór eða gönguskór. Strigaskór ganga einnig.
Stafir: Þarf ekki. Valkvætt.
Engir bekkir eru á leiðinni, en auðvelt er að finna notalegan nestisstað í skógarlundinum.

Comments

    You can or this trail